Hafa skal það sem sannara reynist Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. júní 2020 17:19 Í Kastljósi 27. maí ræddi Einar Þorsteinsson við Kára Stefánsson í IE um kostnað við Covid-19 skimanir. Kom fyrst fram hjá Kára, að almennt væri þessi kostnaður 3.000-4.000 krónur á skimun, og, þegar farið var út í skimun ferðamanna frá miðjum júní, gaf hann upp töluna 1,7 milljón fyrir 500 ferðamenn, sem jafngildir 3.400 krónum á mann. Í þessu sambandi nefndi Kári svo, að kostnaður IE við Covid-19 skimanir hefði síðustu 2 mánuði verið 3 milljarðar, „sem við færðum inn í þetta samfélag“, eins og hann orðaði það. Með tilliti til þess, að IE hafði skimað milli 30.000 og 40.000 manns, þýddi þetta 3ja milljarða tal skimunarkostnað upp á 75.000 til 100.000 krónur á mann. Fyrir menn, sem fjalla nokkuð um tölur, og vilja gjarnan sjá samræmi og skynsemi í samhengi þeirra og stærð, komu þessar seinni tölur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hvaða glóra var nú í þessu? Ég lagði dæmið fyrir Kára, bað um skýringar, en hann leiddi þetta hjá sér. Þar sem málið varðaði almenning, ákvað ég að velta því upp hér sl. fimmtudag með grein, sem bar yfirskriftina „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!?“. Kári tók nú við sér og birti þess skýringu, fyrst á Facebook og síðan hér á Vísi, sem athugasemd við mín skrif: „Oft hafa mér orðið á reiknivillur en ekki í þetta skiptið vegna þess að dæmið er einfalt. Það kostar rúman milljarð að reka Íslenska erfðagreiningu í mánuð. Við skimuðum eftir veirunni í um það bil þrjá mánuði og lokuðum fyrir alla aðra starfsemi á meðan. Þar af leiðandi er kostnaður okkar af verkefninu þrír milljarðar þótt ekki nema partur af því hafi farið beint í að kosta skimunina. Stór hluti var kostnaður af fórn sem við urðum að færa til þess að geta skimað. Það hefði verið margfalt ódýrara að skima þann fjölda sem við gerðum ef við hefðum verið skimunar apparat en ekki erfðafræðifyrirtæki.“ Undirritaður hefur kynnt sér rekstrargjöld IE, og eru þau um 1 milljarður á mánuði. Hann telur því þessa skýringu Kára góða og gilda, og dáist þá um leið af ótrúlegu framlagi IE til íslenzks samfélags í þessu formi. Önnur hlið á þessu sama máli er sú, að þessar skimanir munu eflaust gagnast IE og/eða eiganda þeirra, Amgen í USA, við þeirra rannsóknar- og þróunarvinnu; kannske verða þær til þess, að þessir aðilar verði í fremstu röð um þróun Covid-19 meðals eða bóluefnis, sem gæti tryggt þeim mikla hagsmuni. Væri þá um það að ræða, sem erlendis er kallað „win-win situation“; verkefni, sem gefur tveimur eða fleiri þátttakendum báðum/öllum forskot eða ávinning. Væri það eðlileg og ekkert nema gott um það að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kastljósi 27. maí ræddi Einar Þorsteinsson við Kára Stefánsson í IE um kostnað við Covid-19 skimanir. Kom fyrst fram hjá Kára, að almennt væri þessi kostnaður 3.000-4.000 krónur á skimun, og, þegar farið var út í skimun ferðamanna frá miðjum júní, gaf hann upp töluna 1,7 milljón fyrir 500 ferðamenn, sem jafngildir 3.400 krónum á mann. Í þessu sambandi nefndi Kári svo, að kostnaður IE við Covid-19 skimanir hefði síðustu 2 mánuði verið 3 milljarðar, „sem við færðum inn í þetta samfélag“, eins og hann orðaði það. Með tilliti til þess, að IE hafði skimað milli 30.000 og 40.000 manns, þýddi þetta 3ja milljarða tal skimunarkostnað upp á 75.000 til 100.000 krónur á mann. Fyrir menn, sem fjalla nokkuð um tölur, og vilja gjarnan sjá samræmi og skynsemi í samhengi þeirra og stærð, komu þessar seinni tölur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hvaða glóra var nú í þessu? Ég lagði dæmið fyrir Kára, bað um skýringar, en hann leiddi þetta hjá sér. Þar sem málið varðaði almenning, ákvað ég að velta því upp hér sl. fimmtudag með grein, sem bar yfirskriftina „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!?“. Kári tók nú við sér og birti þess skýringu, fyrst á Facebook og síðan hér á Vísi, sem athugasemd við mín skrif: „Oft hafa mér orðið á reiknivillur en ekki í þetta skiptið vegna þess að dæmið er einfalt. Það kostar rúman milljarð að reka Íslenska erfðagreiningu í mánuð. Við skimuðum eftir veirunni í um það bil þrjá mánuði og lokuðum fyrir alla aðra starfsemi á meðan. Þar af leiðandi er kostnaður okkar af verkefninu þrír milljarðar þótt ekki nema partur af því hafi farið beint í að kosta skimunina. Stór hluti var kostnaður af fórn sem við urðum að færa til þess að geta skimað. Það hefði verið margfalt ódýrara að skima þann fjölda sem við gerðum ef við hefðum verið skimunar apparat en ekki erfðafræðifyrirtæki.“ Undirritaður hefur kynnt sér rekstrargjöld IE, og eru þau um 1 milljarður á mánuði. Hann telur því þessa skýringu Kára góða og gilda, og dáist þá um leið af ótrúlegu framlagi IE til íslenzks samfélags í þessu formi. Önnur hlið á þessu sama máli er sú, að þessar skimanir munu eflaust gagnast IE og/eða eiganda þeirra, Amgen í USA, við þeirra rannsóknar- og þróunarvinnu; kannske verða þær til þess, að þessir aðilar verði í fremstu röð um þróun Covid-19 meðals eða bóluefnis, sem gæti tryggt þeim mikla hagsmuni. Væri þá um það að ræða, sem erlendis er kallað „win-win situation“; verkefni, sem gefur tveimur eða fleiri þátttakendum báðum/öllum forskot eða ávinning. Væri það eðlileg og ekkert nema gott um það að segja.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun