Innlent

Mikið kvartað undan háværum samkvæmum og „mannabein“ reyndust úr hundi

Kjartan Kjartansson skrifar
Alls komu 102 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 síðdegis í gær til klukkan 5:00 í nótt. Myndin er úr safni.
Alls komu 102 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 síðdegis í gær til klukkan 5:00 í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust margar kvartanir um hávaða frá samkvæmum í og við heimahús í gærkvöldi og nótt. Í Hafnarfirði var tilkynnt um hugsanlegan funda á mannabeinum en þau reyndust líklega vera úr hundi.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í flestum tilfellum hafi gengið vel að fá fólk til þess að lækka í sér og virða næturró annarra. Þá bárust nokkrar tilkynningar um skemmtanaglatt fólk sem hafði kveikt varðelda í og við borgina.

Í Heiðmörk sátu fimmtán manns við varðeld en enginn þeirra kannaðist við að hafa kveikt hann. Í Elliðaárdal kveiktu ungmenni sem fögnuðu próflokum eld í nótt en þau fengu „föðurlegt tiltal“ og fræðslu um eldhættu, að sögn lögreglunnar.

Skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi barst tilkynning um að mannabein hefðu hugsanlega fundist við gröft í garð í Hafnarfirði. Við nánari athugun hafi verið talið að beinin væru úr hundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×