Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 14:42 Dómurinn yfir Ágústi var staðfestur í Landsrétti en dómi héraðsdóms yfir forvera hans hjá Hamarsfelli var snúið við. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira