Öllum krísum fylgja tækifæri Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 5. júní 2020 07:30 Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun