Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 09:30 Paul Pogba er við það að snúa aftur í lið Manchester United. EPA-EFE/WILL OLIVER Enski miðillinn Dailymail greinir frá því að þeir sem öllu stjórna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United vonist til þess að innkoma Bruno Fernandes í liðið muni ná því besta úr franska miðvallarleikmanninum Paul Pogba. Í kjölfarið vonast forráðamenn félagsins að Pogba skrifi undir nýjan samning. EXCLUSIVE: Manchester United believe Bruno Fernandes partnership could bring Paul Pogba to life...and persuade him to sign a new CONTRACT | @SamiMokbel81_DM https://t.co/RIPjmIQyD5— MailOnline Sport (@MailSport) June 4, 2020 Pogba hefur verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð á ökkla fyrr í vetur. Nú er hann loks orðinn leikfær og ætti að ná endaspretti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 17. júní næstkomandi og stefnt er að því að ljúka henni helgina 25. til 26. júlí. Það verður því leikið þétt. Pogba hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því hann gekk aftur í raðir félagsins frá ítalska stórliðinu Juventus sumarið 2016. Nú segja heimildir Dailymail að Portúgalinn Fernandes sé lykillinn að því að Pogba spili eins og hann best getur. Þá er talið að forráðamenn United vilji framlengja samning miðjumannsins þar sem hann rennur út sumarið 2021. United hefur þó alltaf möguleikann á að framlengja samninginn um ár. Man United er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig þegar 29 umferðum er lokið. Félagið var á góðu skriði áður en öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar, þar spilaði Fernandes stórt hlutverk en hann hefur blómstrað í rauða hluta Manchester-borgar. Nú bíða stuðningsmenn Man Utd, allavega sumir, með vatn í munninum eftir því að sjá Bruno og Pogba leika listir sínar saman á miðju félagsins. Þá er Marcus Rashford einnig orðinn leikfær eftir meiðsli í baki og verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að klífa upp töfluna í þeim níu umferðum sem eru eftir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30 Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Enski miðillinn Dailymail greinir frá því að þeir sem öllu stjórna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United vonist til þess að innkoma Bruno Fernandes í liðið muni ná því besta úr franska miðvallarleikmanninum Paul Pogba. Í kjölfarið vonast forráðamenn félagsins að Pogba skrifi undir nýjan samning. EXCLUSIVE: Manchester United believe Bruno Fernandes partnership could bring Paul Pogba to life...and persuade him to sign a new CONTRACT | @SamiMokbel81_DM https://t.co/RIPjmIQyD5— MailOnline Sport (@MailSport) June 4, 2020 Pogba hefur verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð á ökkla fyrr í vetur. Nú er hann loks orðinn leikfær og ætti að ná endaspretti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 17. júní næstkomandi og stefnt er að því að ljúka henni helgina 25. til 26. júlí. Það verður því leikið þétt. Pogba hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því hann gekk aftur í raðir félagsins frá ítalska stórliðinu Juventus sumarið 2016. Nú segja heimildir Dailymail að Portúgalinn Fernandes sé lykillinn að því að Pogba spili eins og hann best getur. Þá er talið að forráðamenn United vilji framlengja samning miðjumannsins þar sem hann rennur út sumarið 2021. United hefur þó alltaf möguleikann á að framlengja samninginn um ár. Man United er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig þegar 29 umferðum er lokið. Félagið var á góðu skriði áður en öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar, þar spilaði Fernandes stórt hlutverk en hann hefur blómstrað í rauða hluta Manchester-borgar. Nú bíða stuðningsmenn Man Utd, allavega sumir, með vatn í munninum eftir því að sjá Bruno og Pogba leika listir sínar saman á miðju félagsins. Þá er Marcus Rashford einnig orðinn leikfær eftir meiðsli í baki og verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að klífa upp töfluna í þeim níu umferðum sem eru eftir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30 Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00
Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30
Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00