Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 14:30 Thomas Frank sést hér á hliðarlínunni í leik Tottenham og Manchester United fyrir landsleikjahlé. Getty/Marc Atkins Thomas Frank knattspyrnustjóri Tottenham hefur varað Tottenham við því að búa sig undir mikil læti í grannaslagnum á heimavelli Arsenal og ætlar sér að hafa betur gegn „svikurunum tveimur“ í liði andstæðinganna. Tottenham heimsækir erkifjendur sína í stórleik dagsins og reynir að landa aðeins öðrum sigri sínum á Emirates Stadium í ensku úrvalsdeildinni síðan hann var opnaður fyrir nítján árum. Frank náði stigi á heimavelli Arsenal á síðasta tímabili með Brentford og fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 endaði með eftirminnilegum 2-0 sigri, en tveir leikmenn úr byrjunarliði hans það kvöld, David Raya og Christian Nørgaard, hafa síðan verið keyptir til Arsenal. Fóru i rangt félag Þegar hann var minntur á það og ákafa leiksins brosti Frank og sagði í gríni: „Tveir þeirra eru nú svikarar og fóru í rangt félag,“ sagði Frank. „Ég býst auðvitað við erfiðum leik, en leik sem getur farið á hvorn veginn sem er og allt getur gerst í svona leikjum. Allt jafnast líka aðeins meira út vegna þess hversu mikil samkeppnin er og andrúmsloftið á leikvanginum,“ sagði Frank. „Við munum aldrei fara í 0-0. Það gæti endað 0-0 en við munum alltaf reyna að vinna. Alltaf, alltaf, alltaf.“ Föstu leikatriðin í fyrirrúmi Búist er við að föst leikatriði verði afgerandi en Arsenal er langt á undan með tólf mörk úr hornspyrnum og aukaspyrnum í deildinni á þessu tímabili. Tottenham hefur einnig verið afkastamikið með fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni eftir að Frank réð Andreas Georgson sem þjálfara fyrir föst leikatriði í sumar. Georgson starfaði með Frank hjá Brentford og sérfræðingur Arsenal í föstum leikatriðum, Nicolas Jover, byrjaði einnig undir stjórn danska þjálfarans í Vestur-Lundúnum. „Báðir eru þeir mjög forvitnir, báðir vilja læra og þróast stöðugt með því að rannsaka föst leikatriði svo á þann hátt hafa þeir nokkuð sama hugarfar á margan hátt,“ sagði Frank. Eru nokkuð líkir „Svo, í því eru þeir nokkuð líkir. Annar er sænskur, hinn franskur svo það er aðeins öðruvísi skapgerð,“ sagði Frank. „Mikel og ég með þjálfarateymum okkar munum heyja baráttu um það hvernig getum við náð yfirhöndinni? Og það sama mun gilda um Nicolas og Andreas,“ sagði Frank. Brjálæðisleg aukning „Ég er nokkuð viss um að það sem ég hef gert hjá Brentford hafi hvatt mörg félög til að einbeita sér meira að föstum leikatriðum og það er nokkuð áhugavert að á þessu ári fer ég frá Brentford til Tottenham, aukningin í áherslu á föst leikatriði hjá öllum liðum, sérstaklega löng innköst, er brjálæðisleg,“ sagði Frank. „Það virðist sem allir séu mjög, mjög einbeittir á þau sem við ættum að vera. Þau eru þriðjungur af mörkunum okkar. Svo hvers vegna ekki að vera mjög góður í þeim þætti, og mjög góður í hárri pressu. Við þurfum að vera góðir í mörgum þáttum,“ sagði Frank. Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Tottenham heimsækir erkifjendur sína í stórleik dagsins og reynir að landa aðeins öðrum sigri sínum á Emirates Stadium í ensku úrvalsdeildinni síðan hann var opnaður fyrir nítján árum. Frank náði stigi á heimavelli Arsenal á síðasta tímabili með Brentford og fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 endaði með eftirminnilegum 2-0 sigri, en tveir leikmenn úr byrjunarliði hans það kvöld, David Raya og Christian Nørgaard, hafa síðan verið keyptir til Arsenal. Fóru i rangt félag Þegar hann var minntur á það og ákafa leiksins brosti Frank og sagði í gríni: „Tveir þeirra eru nú svikarar og fóru í rangt félag,“ sagði Frank. „Ég býst auðvitað við erfiðum leik, en leik sem getur farið á hvorn veginn sem er og allt getur gerst í svona leikjum. Allt jafnast líka aðeins meira út vegna þess hversu mikil samkeppnin er og andrúmsloftið á leikvanginum,“ sagði Frank. „Við munum aldrei fara í 0-0. Það gæti endað 0-0 en við munum alltaf reyna að vinna. Alltaf, alltaf, alltaf.“ Föstu leikatriðin í fyrirrúmi Búist er við að föst leikatriði verði afgerandi en Arsenal er langt á undan með tólf mörk úr hornspyrnum og aukaspyrnum í deildinni á þessu tímabili. Tottenham hefur einnig verið afkastamikið með fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni eftir að Frank réð Andreas Georgson sem þjálfara fyrir föst leikatriði í sumar. Georgson starfaði með Frank hjá Brentford og sérfræðingur Arsenal í föstum leikatriðum, Nicolas Jover, byrjaði einnig undir stjórn danska þjálfarans í Vestur-Lundúnum. „Báðir eru þeir mjög forvitnir, báðir vilja læra og þróast stöðugt með því að rannsaka föst leikatriði svo á þann hátt hafa þeir nokkuð sama hugarfar á margan hátt,“ sagði Frank. Eru nokkuð líkir „Svo, í því eru þeir nokkuð líkir. Annar er sænskur, hinn franskur svo það er aðeins öðruvísi skapgerð,“ sagði Frank. „Mikel og ég með þjálfarateymum okkar munum heyja baráttu um það hvernig getum við náð yfirhöndinni? Og það sama mun gilda um Nicolas og Andreas,“ sagði Frank. Brjálæðisleg aukning „Ég er nokkuð viss um að það sem ég hef gert hjá Brentford hafi hvatt mörg félög til að einbeita sér meira að föstum leikatriðum og það er nokkuð áhugavert að á þessu ári fer ég frá Brentford til Tottenham, aukningin í áherslu á föst leikatriði hjá öllum liðum, sérstaklega löng innköst, er brjálæðisleg,“ sagði Frank. „Það virðist sem allir séu mjög, mjög einbeittir á þau sem við ættum að vera. Þau eru þriðjungur af mörkunum okkar. Svo hvers vegna ekki að vera mjög góður í þeim þætti, og mjög góður í hárri pressu. Við þurfum að vera góðir í mörgum þáttum,“ sagði Frank.
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira