Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 15:09 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er undir mikill pressu og enn meiri eftir hræðileg úrslit í gær. Getty/Visionhaus Það er enginn vafi í huga helsta knattspyrnusérfræðings breska ríkisútvarpsins. Það er sannkallað krísuástand á Anfield eftir hryllinginn í gær. „Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira
„Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira