„Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 17:25 Virgil van Dijk ræðir við þá Ibrahima Konate og Alexander Isak en vildi greinilega að enginn læsi varir hans. Getty/ Molly Darlington Liverpool var niðurlægt á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag og eftir leikinn fór fyrirliðinn Virgil van Dijk í viðtal og vonbrigðin leyndu sér ekki. „Við fáum á okkur of mörg auðveld mörk. Þeir skoruðu augljóslega aftur úr föstu leikatriði. Það má spyrja hvort hann hafi verið fyrir framan Alisson, en markið stóð, svo við lentum 1-0 undir. Við vorum ekki góðir í baráttunni, tæklingunum, átökunum, of fljótfærir. Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu,“ sagði Virgil van Dijk við PLP eftir leik. „Það var taugatitringur eftir að við fengum á okkur markið, en ekki fyrir það. Við reyndum að flýta okkur og það er mannlegt þegar maður er í erfiðri stöðu. Við hreinsuðum þau sem komu áður og á endanum erum við í mjög erfiðri stöðu. Við komumst ekki út úr þessu með því einu að tala um það. Það mun krefjast mikillar vinnu,“ sagði Van Dijk. „Þetta er vandamál. Allir í liðinu verða að taka ábyrgð líka. Fótbolti er liðsíþrótt og allir verða að taka ábyrgð. Við verðum að kyngja þessu og taka því. Við þurfum að leggja harðar að okkur. Við verðum að halda áfram,“ sagði Van Dijk. „Allir eru vonsviknir, eins og þeir ættu að vera, því að tapa heima fyrir Nottingham Forest er, í mínum augum, mjög slæmt. Það er það minnsta sem ég get sagt um það. Mörkin sem við fengum á okkur eru allt of auðveld og við verðum allir að líta í spegil. Ég er búinn að vera hjá þessu félagi svo lengi núna og við höfum gengið í gegnum mótlæti. Við munum koma til baka en það gerist ekki á einni nóttu. Ég er enginn uppgjafarmaður og við munum halda áfram,“ sagði Van Dijk. Hann var spurður út í þá staðreynd að stuðningsmenn Liverpool yfirgáfu völlinn langt fyrir leikslok sem er mjög óvanalegt á Anfield. „Ég get ekki ráðið því hvað stuðningsmennirnir gera ef þeir fara snemma. Ég veit að aðdáendurnir hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir munu vera með okkur þegar við komumst út úr þessu, því við munum komast út úr þessu,“ sagði Van Dijk. Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
„Við fáum á okkur of mörg auðveld mörk. Þeir skoruðu augljóslega aftur úr föstu leikatriði. Það má spyrja hvort hann hafi verið fyrir framan Alisson, en markið stóð, svo við lentum 1-0 undir. Við vorum ekki góðir í baráttunni, tæklingunum, átökunum, of fljótfærir. Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu,“ sagði Virgil van Dijk við PLP eftir leik. „Það var taugatitringur eftir að við fengum á okkur markið, en ekki fyrir það. Við reyndum að flýta okkur og það er mannlegt þegar maður er í erfiðri stöðu. Við hreinsuðum þau sem komu áður og á endanum erum við í mjög erfiðri stöðu. Við komumst ekki út úr þessu með því einu að tala um það. Það mun krefjast mikillar vinnu,“ sagði Van Dijk. „Þetta er vandamál. Allir í liðinu verða að taka ábyrgð líka. Fótbolti er liðsíþrótt og allir verða að taka ábyrgð. Við verðum að kyngja þessu og taka því. Við þurfum að leggja harðar að okkur. Við verðum að halda áfram,“ sagði Van Dijk. „Allir eru vonsviknir, eins og þeir ættu að vera, því að tapa heima fyrir Nottingham Forest er, í mínum augum, mjög slæmt. Það er það minnsta sem ég get sagt um það. Mörkin sem við fengum á okkur eru allt of auðveld og við verðum allir að líta í spegil. Ég er búinn að vera hjá þessu félagi svo lengi núna og við höfum gengið í gegnum mótlæti. Við munum koma til baka en það gerist ekki á einni nóttu. Ég er enginn uppgjafarmaður og við munum halda áfram,“ sagði Van Dijk. Hann var spurður út í þá staðreynd að stuðningsmenn Liverpool yfirgáfu völlinn langt fyrir leikslok sem er mjög óvanalegt á Anfield. „Ég get ekki ráðið því hvað stuðningsmennirnir gera ef þeir fara snemma. Ég veit að aðdáendurnir hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir munu vera með okkur þegar við komumst út úr þessu, því við munum komast út úr þessu,“ sagði Van Dijk.
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira