„Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 17:25 Virgil van Dijk ræðir við þá Ibrahima Konate og Alexander Isak en vildi greinilega að enginn læsi varir hans. Getty/ Molly Darlington Liverpool var niðurlægt á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag og eftir leikinn fór fyrirliðinn Virgil van Dijk í viðtal og vonbrigðin leyndu sér ekki. „Við fáum á okkur of mörg auðveld mörk. Þeir skoruðu augljóslega aftur úr föstu leikatriði. Það má spyrja hvort hann hafi verið fyrir framan Alisson, en markið stóð, svo við lentum 1-0 undir. Við vorum ekki góðir í baráttunni, tæklingunum, átökunum, of fljótfærir. Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu,“ sagði Virgil van Dijk við PLP eftir leik. „Það var taugatitringur eftir að við fengum á okkur markið, en ekki fyrir það. Við reyndum að flýta okkur og það er mannlegt þegar maður er í erfiðri stöðu. Við hreinsuðum þau sem komu áður og á endanum erum við í mjög erfiðri stöðu. Við komumst ekki út úr þessu með því einu að tala um það. Það mun krefjast mikillar vinnu,“ sagði Van Dijk. „Þetta er vandamál. Allir í liðinu verða að taka ábyrgð líka. Fótbolti er liðsíþrótt og allir verða að taka ábyrgð. Við verðum að kyngja þessu og taka því. Við þurfum að leggja harðar að okkur. Við verðum að halda áfram,“ sagði Van Dijk. „Allir eru vonsviknir, eins og þeir ættu að vera, því að tapa heima fyrir Nottingham Forest er, í mínum augum, mjög slæmt. Það er það minnsta sem ég get sagt um það. Mörkin sem við fengum á okkur eru allt of auðveld og við verðum allir að líta í spegil. Ég er búinn að vera hjá þessu félagi svo lengi núna og við höfum gengið í gegnum mótlæti. Við munum koma til baka en það gerist ekki á einni nóttu. Ég er enginn uppgjafarmaður og við munum halda áfram,“ sagði Van Dijk. Hann var spurður út í þá staðreynd að stuðningsmenn Liverpool yfirgáfu völlinn langt fyrir leikslok sem er mjög óvanalegt á Anfield. „Ég get ekki ráðið því hvað stuðningsmennirnir gera ef þeir fara snemma. Ég veit að aðdáendurnir hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir munu vera með okkur þegar við komumst út úr þessu, því við munum komast út úr þessu,“ sagði Van Dijk. Enski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Við fáum á okkur of mörg auðveld mörk. Þeir skoruðu augljóslega aftur úr föstu leikatriði. Það má spyrja hvort hann hafi verið fyrir framan Alisson, en markið stóð, svo við lentum 1-0 undir. Við vorum ekki góðir í baráttunni, tæklingunum, átökunum, of fljótfærir. Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu,“ sagði Virgil van Dijk við PLP eftir leik. „Það var taugatitringur eftir að við fengum á okkur markið, en ekki fyrir það. Við reyndum að flýta okkur og það er mannlegt þegar maður er í erfiðri stöðu. Við hreinsuðum þau sem komu áður og á endanum erum við í mjög erfiðri stöðu. Við komumst ekki út úr þessu með því einu að tala um það. Það mun krefjast mikillar vinnu,“ sagði Van Dijk. „Þetta er vandamál. Allir í liðinu verða að taka ábyrgð líka. Fótbolti er liðsíþrótt og allir verða að taka ábyrgð. Við verðum að kyngja þessu og taka því. Við þurfum að leggja harðar að okkur. Við verðum að halda áfram,“ sagði Van Dijk. „Allir eru vonsviknir, eins og þeir ættu að vera, því að tapa heima fyrir Nottingham Forest er, í mínum augum, mjög slæmt. Það er það minnsta sem ég get sagt um það. Mörkin sem við fengum á okkur eru allt of auðveld og við verðum allir að líta í spegil. Ég er búinn að vera hjá þessu félagi svo lengi núna og við höfum gengið í gegnum mótlæti. Við munum koma til baka en það gerist ekki á einni nóttu. Ég er enginn uppgjafarmaður og við munum halda áfram,“ sagði Van Dijk. Hann var spurður út í þá staðreynd að stuðningsmenn Liverpool yfirgáfu völlinn langt fyrir leikslok sem er mjög óvanalegt á Anfield. „Ég get ekki ráðið því hvað stuðningsmennirnir gera ef þeir fara snemma. Ég veit að aðdáendurnir hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir munu vera með okkur þegar við komumst út úr þessu, því við munum komast út úr þessu,“ sagði Van Dijk.
Enski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira