Íslenski boltinn

Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Sanfrecce Hiroshima eru að stæla Stjörnumenn.
Leikmenn Sanfrecce Hiroshima eru að stæla Stjörnumenn. Mynd/AFP
Leikmenn Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eru orðnir heimsfrægir fyrir frumlegt laxveiðifagn sitt sem sést best á því að leikmenn hinum meginn á hnettinum eru farnir að fagna eins og Halldór Orri Björnsson, Jóhann Laxdal og félagar í Stjörnuliðinu. Japanskt fagn af Youtube var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hið víðfræga veiðifagn Stjörnumanna hefur farið sem eldur um sinu um netheiminn. Nú hafa önnur lið tekið upp fagnið, og þar á meðal japanska Hiroshima liðið sem fagnaði fyrsta marki sínu með Stjörnustæl.

Í þessu myndbroti af Youtube sem finna má hér sjáum við Tomoaki Makino fagna marki sínu. Makino er í hlutverki Halldórs Orra, og Kazuyuki Morisaki eri í hlutverki Jóhanns Laxdals.

Lið þeirra Sanfrecce Hiroshima vann þarna 3-0 sigur á Kyoto Sanga en þeir eiga meira sameiginlegt við Stjörnuliðið en að fagna eins og Garðbæingar. Þeir voru einnig spútnikliðið í japönsku deildinni í fyrra eftir að hafa náð 4. sætinu sem nýliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×