Um hljómplötur og stemningu Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 3. júní 2020 09:00 Að móta stemningu með tónlist er heimsþekkt aðferð sem stuðst er við í ýmsum útgáfum. Það er sama hvort um sé að ræða partý, listsýningar, íþróttaiðkun, búðarferðir eða svo margt annað þá sækist fólk í að stýra upplifun með tónlist. Áhrifin af réttum takti á réttum tíma geta verið töfrum líkust. Músíkin hjálpar til við slaka á, hún hjálpar til við að koma sér í gírinn, hún getur aukið einbeitingu og svo ótal margt annað. Tónlistarfólk setur mikinn kraft og metnað í gerð tónlistar sem er svo send út í samfélagið í þeirri von að einhver tengi við merkingu eða stemningu laganna. Með aukinni tæknivæðingu og tilkomu streymisveita hefur útgáfa tónlistar tekið miklum breytingum og nú þekkist að tónlistarmenn gefi jafnvel eingöngu út einstök lög og hafi gefið plötuútgáfu upp á bátinn. Þannig hefur vægi plötunnar sem listform misst ákveðið vægi í samfélaginu sem ég tel leiðinlega þróun. Plötuútgáfa sem á sínum tíma þótti mikið tilhlökkunarefni og mynduðust gjarnan langar raðir fyrir utan verslanir á útgáfudögum platna sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Fólk rauk svo rakleiðis að næsta tiltæka plötuspilara og renndi í gegnum plötuna. Í dag hafa streymisveitur gengið frá stemningunni sem fylgdi plötuútgáfu að ákveðnu leyti. Tónlistarmenn hafa notað samfélagsmiðla og tengslanetið sitt til þess að búa til og viðhalda einhverri spennu fyrir plötuútgáfu en það höfðar ekki til fólks með sama hætti og áður, ég upplifi fáa sem ná upp einhverjum ofurspenningi fyrir plötuútgáfu nema þá kannski í besta falli hjá sínum allra uppáhalds listamönnum. Framboðið á góðri tónlist spilar líka mikið inn í þetta dæmi enda erfiðara að verða gíraður fyrir nýjum plötum þegar það kemur út geggjuð tónlist nánast daglega og allir hafa aðgengi að henni samstundis. Síðasta upplifun mín af raunverulegri gírun var þegar Gísli Pálmi gaf út samnefnda plötu árið 2015. Platan kom þá í sölu áður en hún varð aðgengileg á netinu en ekki allir höfðu aðgengi að CD-spilara þar sem Apple hafði þá hætt að hafa slíka innbyggða í tölvurnar sínar. Þannig gátu einungis bílaeigendur og tölvueigendur með diskadrifi spilað plötuna þegar hún mætti án þess að þurfa að halda heim á leið í plötuspilara. Á bílastæði skólans varð því hlustunarhittingur í nokkrum bílum, enda flaug orðið um gæði plötunnar hratt milli manna. Ein afleiðinga stafrænu þróunarinnar og þess að gefa út stök lög frekar en heila plötu kann að vera minni hvati fyrir tónlistarfólk að virða plötur sem listform, en það tel ég mikla synd. Ég er einn af þeim sem elska að hlusta á plötur í gegn en mér finnst það besta leiðin til þess að tengjast sköpunarferli verksins og þeim áhrifum sem því er ætlað að hafa á hlustandann og ég reyni þannig að hlusta ekki of mikið á lög sem síðar eiga eftir að koma út á plötu. Ef marka má endurkomu vínylplatna þá er ljóst að það eru fleiri en ég sem vilja njóta platna sem heildarverks, þó svo að augljóst sé að plötuútgáfa stendur ekki undir sér í sömu mynd og áður. Megi plötuútgáfa lifa sem lengst og halda áfram að veita okkur innblástur, frið og halda uppi stemningu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Tónlist Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Að móta stemningu með tónlist er heimsþekkt aðferð sem stuðst er við í ýmsum útgáfum. Það er sama hvort um sé að ræða partý, listsýningar, íþróttaiðkun, búðarferðir eða svo margt annað þá sækist fólk í að stýra upplifun með tónlist. Áhrifin af réttum takti á réttum tíma geta verið töfrum líkust. Músíkin hjálpar til við slaka á, hún hjálpar til við að koma sér í gírinn, hún getur aukið einbeitingu og svo ótal margt annað. Tónlistarfólk setur mikinn kraft og metnað í gerð tónlistar sem er svo send út í samfélagið í þeirri von að einhver tengi við merkingu eða stemningu laganna. Með aukinni tæknivæðingu og tilkomu streymisveita hefur útgáfa tónlistar tekið miklum breytingum og nú þekkist að tónlistarmenn gefi jafnvel eingöngu út einstök lög og hafi gefið plötuútgáfu upp á bátinn. Þannig hefur vægi plötunnar sem listform misst ákveðið vægi í samfélaginu sem ég tel leiðinlega þróun. Plötuútgáfa sem á sínum tíma þótti mikið tilhlökkunarefni og mynduðust gjarnan langar raðir fyrir utan verslanir á útgáfudögum platna sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Fólk rauk svo rakleiðis að næsta tiltæka plötuspilara og renndi í gegnum plötuna. Í dag hafa streymisveitur gengið frá stemningunni sem fylgdi plötuútgáfu að ákveðnu leyti. Tónlistarmenn hafa notað samfélagsmiðla og tengslanetið sitt til þess að búa til og viðhalda einhverri spennu fyrir plötuútgáfu en það höfðar ekki til fólks með sama hætti og áður, ég upplifi fáa sem ná upp einhverjum ofurspenningi fyrir plötuútgáfu nema þá kannski í besta falli hjá sínum allra uppáhalds listamönnum. Framboðið á góðri tónlist spilar líka mikið inn í þetta dæmi enda erfiðara að verða gíraður fyrir nýjum plötum þegar það kemur út geggjuð tónlist nánast daglega og allir hafa aðgengi að henni samstundis. Síðasta upplifun mín af raunverulegri gírun var þegar Gísli Pálmi gaf út samnefnda plötu árið 2015. Platan kom þá í sölu áður en hún varð aðgengileg á netinu en ekki allir höfðu aðgengi að CD-spilara þar sem Apple hafði þá hætt að hafa slíka innbyggða í tölvurnar sínar. Þannig gátu einungis bílaeigendur og tölvueigendur með diskadrifi spilað plötuna þegar hún mætti án þess að þurfa að halda heim á leið í plötuspilara. Á bílastæði skólans varð því hlustunarhittingur í nokkrum bílum, enda flaug orðið um gæði plötunnar hratt milli manna. Ein afleiðinga stafrænu þróunarinnar og þess að gefa út stök lög frekar en heila plötu kann að vera minni hvati fyrir tónlistarfólk að virða plötur sem listform, en það tel ég mikla synd. Ég er einn af þeim sem elska að hlusta á plötur í gegn en mér finnst það besta leiðin til þess að tengjast sköpunarferli verksins og þeim áhrifum sem því er ætlað að hafa á hlustandann og ég reyni þannig að hlusta ekki of mikið á lög sem síðar eiga eftir að koma út á plötu. Ef marka má endurkomu vínylplatna þá er ljóst að það eru fleiri en ég sem vilja njóta platna sem heildarverks, þó svo að augljóst sé að plötuútgáfa stendur ekki undir sér í sömu mynd og áður. Megi plötuútgáfa lifa sem lengst og halda áfram að veita okkur innblástur, frið og halda uppi stemningu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun