Um hljómplötur og stemningu Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 3. júní 2020 09:00 Að móta stemningu með tónlist er heimsþekkt aðferð sem stuðst er við í ýmsum útgáfum. Það er sama hvort um sé að ræða partý, listsýningar, íþróttaiðkun, búðarferðir eða svo margt annað þá sækist fólk í að stýra upplifun með tónlist. Áhrifin af réttum takti á réttum tíma geta verið töfrum líkust. Músíkin hjálpar til við slaka á, hún hjálpar til við að koma sér í gírinn, hún getur aukið einbeitingu og svo ótal margt annað. Tónlistarfólk setur mikinn kraft og metnað í gerð tónlistar sem er svo send út í samfélagið í þeirri von að einhver tengi við merkingu eða stemningu laganna. Með aukinni tæknivæðingu og tilkomu streymisveita hefur útgáfa tónlistar tekið miklum breytingum og nú þekkist að tónlistarmenn gefi jafnvel eingöngu út einstök lög og hafi gefið plötuútgáfu upp á bátinn. Þannig hefur vægi plötunnar sem listform misst ákveðið vægi í samfélaginu sem ég tel leiðinlega þróun. Plötuútgáfa sem á sínum tíma þótti mikið tilhlökkunarefni og mynduðust gjarnan langar raðir fyrir utan verslanir á útgáfudögum platna sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Fólk rauk svo rakleiðis að næsta tiltæka plötuspilara og renndi í gegnum plötuna. Í dag hafa streymisveitur gengið frá stemningunni sem fylgdi plötuútgáfu að ákveðnu leyti. Tónlistarmenn hafa notað samfélagsmiðla og tengslanetið sitt til þess að búa til og viðhalda einhverri spennu fyrir plötuútgáfu en það höfðar ekki til fólks með sama hætti og áður, ég upplifi fáa sem ná upp einhverjum ofurspenningi fyrir plötuútgáfu nema þá kannski í besta falli hjá sínum allra uppáhalds listamönnum. Framboðið á góðri tónlist spilar líka mikið inn í þetta dæmi enda erfiðara að verða gíraður fyrir nýjum plötum þegar það kemur út geggjuð tónlist nánast daglega og allir hafa aðgengi að henni samstundis. Síðasta upplifun mín af raunverulegri gírun var þegar Gísli Pálmi gaf út samnefnda plötu árið 2015. Platan kom þá í sölu áður en hún varð aðgengileg á netinu en ekki allir höfðu aðgengi að CD-spilara þar sem Apple hafði þá hætt að hafa slíka innbyggða í tölvurnar sínar. Þannig gátu einungis bílaeigendur og tölvueigendur með diskadrifi spilað plötuna þegar hún mætti án þess að þurfa að halda heim á leið í plötuspilara. Á bílastæði skólans varð því hlustunarhittingur í nokkrum bílum, enda flaug orðið um gæði plötunnar hratt milli manna. Ein afleiðinga stafrænu þróunarinnar og þess að gefa út stök lög frekar en heila plötu kann að vera minni hvati fyrir tónlistarfólk að virða plötur sem listform, en það tel ég mikla synd. Ég er einn af þeim sem elska að hlusta á plötur í gegn en mér finnst það besta leiðin til þess að tengjast sköpunarferli verksins og þeim áhrifum sem því er ætlað að hafa á hlustandann og ég reyni þannig að hlusta ekki of mikið á lög sem síðar eiga eftir að koma út á plötu. Ef marka má endurkomu vínylplatna þá er ljóst að það eru fleiri en ég sem vilja njóta platna sem heildarverks, þó svo að augljóst sé að plötuútgáfa stendur ekki undir sér í sömu mynd og áður. Megi plötuútgáfa lifa sem lengst og halda áfram að veita okkur innblástur, frið og halda uppi stemningu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Tónlist Mest lesið Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Sjá meira
Að móta stemningu með tónlist er heimsþekkt aðferð sem stuðst er við í ýmsum útgáfum. Það er sama hvort um sé að ræða partý, listsýningar, íþróttaiðkun, búðarferðir eða svo margt annað þá sækist fólk í að stýra upplifun með tónlist. Áhrifin af réttum takti á réttum tíma geta verið töfrum líkust. Músíkin hjálpar til við slaka á, hún hjálpar til við að koma sér í gírinn, hún getur aukið einbeitingu og svo ótal margt annað. Tónlistarfólk setur mikinn kraft og metnað í gerð tónlistar sem er svo send út í samfélagið í þeirri von að einhver tengi við merkingu eða stemningu laganna. Með aukinni tæknivæðingu og tilkomu streymisveita hefur útgáfa tónlistar tekið miklum breytingum og nú þekkist að tónlistarmenn gefi jafnvel eingöngu út einstök lög og hafi gefið plötuútgáfu upp á bátinn. Þannig hefur vægi plötunnar sem listform misst ákveðið vægi í samfélaginu sem ég tel leiðinlega þróun. Plötuútgáfa sem á sínum tíma þótti mikið tilhlökkunarefni og mynduðust gjarnan langar raðir fyrir utan verslanir á útgáfudögum platna sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Fólk rauk svo rakleiðis að næsta tiltæka plötuspilara og renndi í gegnum plötuna. Í dag hafa streymisveitur gengið frá stemningunni sem fylgdi plötuútgáfu að ákveðnu leyti. Tónlistarmenn hafa notað samfélagsmiðla og tengslanetið sitt til þess að búa til og viðhalda einhverri spennu fyrir plötuútgáfu en það höfðar ekki til fólks með sama hætti og áður, ég upplifi fáa sem ná upp einhverjum ofurspenningi fyrir plötuútgáfu nema þá kannski í besta falli hjá sínum allra uppáhalds listamönnum. Framboðið á góðri tónlist spilar líka mikið inn í þetta dæmi enda erfiðara að verða gíraður fyrir nýjum plötum þegar það kemur út geggjuð tónlist nánast daglega og allir hafa aðgengi að henni samstundis. Síðasta upplifun mín af raunverulegri gírun var þegar Gísli Pálmi gaf út samnefnda plötu árið 2015. Platan kom þá í sölu áður en hún varð aðgengileg á netinu en ekki allir höfðu aðgengi að CD-spilara þar sem Apple hafði þá hætt að hafa slíka innbyggða í tölvurnar sínar. Þannig gátu einungis bílaeigendur og tölvueigendur með diskadrifi spilað plötuna þegar hún mætti án þess að þurfa að halda heim á leið í plötuspilara. Á bílastæði skólans varð því hlustunarhittingur í nokkrum bílum, enda flaug orðið um gæði plötunnar hratt milli manna. Ein afleiðinga stafrænu þróunarinnar og þess að gefa út stök lög frekar en heila plötu kann að vera minni hvati fyrir tónlistarfólk að virða plötur sem listform, en það tel ég mikla synd. Ég er einn af þeim sem elska að hlusta á plötur í gegn en mér finnst það besta leiðin til þess að tengjast sköpunarferli verksins og þeim áhrifum sem því er ætlað að hafa á hlustandann og ég reyni þannig að hlusta ekki of mikið á lög sem síðar eiga eftir að koma út á plötu. Ef marka má endurkomu vínylplatna þá er ljóst að það eru fleiri en ég sem vilja njóta platna sem heildarverks, þó svo að augljóst sé að plötuútgáfa stendur ekki undir sér í sömu mynd og áður. Megi plötuútgáfa lifa sem lengst og halda áfram að veita okkur innblástur, frið og halda uppi stemningu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun