Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 10:58 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur verið tregur til að aðhafast nokkuð vegna umdeildra færslna Trump Bandaríkjaforseta jafnvel þegar þær virðast brjóta gegn notendaskilmálum miðilsins. AP/Andrew Harnik Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. Facebook hefur látið færslur Trump þar sem hann hvetur til ofbeldis gegn mótmælendum afskiptalausar á sama tíma og Twitter, uppáhaldsmiðill forsetans, faldi samhljóða tíst hans á þeim forsendum að það bryti gegn notendaskilmálum um upphafningu á ofbeldi. Mikil mótmæli geisa nú í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður í Minneapolis drap George Floyd, blökkumann, sem var í haldi lögreglunnar. Sums staðar hafa gripdeildir og ofbeldi fylgt mótmælunum og hefur Trump forseti brugðist við því með hótunum um að beita mótmælendur valdi. Í tístinu sem Twitter faldi talaði Trump um að „þegar gripdeildirnar hefjast hefst skothríðin“. Það orðalag hefur sögulega skírskotun í Bandaríkjunum frá kynþáttaóeirðum sem geisuðu árið 1967 og er rakið til lögreglustjóra í Míamí sem var sakaður um rasisma gegn blökkumönnum. Þrátt fyrir að Trump hefði síðar reynt að halda öðru fram túlkuðu margir tístið sem svo að forsetinn hvetti til þess að mótmælendur yrðu skotnir. Trump brást við aðgerðum Twitter með því að hóta að loka samfélagsmiðlum. Síðar gaf hann út tilskipun sem gæti orðið til þess að samfélagsmiðlar verði gerðir ábyrgir fyrir öllu því efni sem notendur birta á miðlunum. Trump forseti hefur verið herskár í tali um mótmælendur undanfarna daga. Hann hótaði því að siga hernum á þá og lét skjóta táragasi og gúmmíkúlum á friðsama mótmælendur til að rýma Lafayette-torg við Hvíta húsið fyrir myndatöku við kirkju sem var skemmd í óeirðum í gær.AP/Patrick Semansky Sagði Trump að orðalag hans setti Facebook í erfiða stöðu Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, réttlætti ákvörðun um að leyfa samhljóða Facebook-færslu Trump að standa með því að almenningur þyrfti að vita af því að stjórnvöld ætluðu sér að beita valdi. Ýmsir starfsmenn og stjórnendur Facebook hafa andmælt Zuckerberg vegna þess. Fréttir af símtali Zuckerberg og Trump á föstudag jók enn á óánægju þeirra, að sögn Washington Post. Í símtalinu er Zuckerberg sagður hafa tjáð Trump að orðalag hans setti Facebook í erfiða stöðu. Eftir það hafi Trump tónað sig niður í tísti sem var einnig birt á Facebook í framhaldinu. Facebook vísaði til þeirrar breytingar sem ástæðu til að fjarlægja ekki færsluna. „Fólk hefur verið myrt um helgina í mótmælunum og við höfum hýst efni sem hvatti til þess,“ skrifaði starfsmaður Facebook í innanhússumræðum um helgina. Nokkur fjöldi starfsmanna lagði niður störf í gær og fleiri lýstu reiði sinni á starfsmannafundi. Facebook hefur ítrekað kosið að láta færslur Trump á miðlinum afskiptalausar þrátt fyrir að þær virðist brjóta gegn notendaskilmálum miðilsins. Í stjórnendaliði Facebook er fjöldi íhaldsmanna sem eru sagðir vara við því að ritskoða færslur hægrimanna þrátt fyrir að þeir dreifi ósannindum á miðlinum. Trump og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa ítrekað sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Á sama tíma hafa miðlarnir sætt gagnrýni fyrir að leyfa upplýsingafalsi og ósannindum að grassera á miðlunum, ekki síst í aðdraganda kosninga. Facebook Donald Trump Dauði George Floyd Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Tengdar fréttir Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni. 28. maí 2020 12:13 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. Facebook hefur látið færslur Trump þar sem hann hvetur til ofbeldis gegn mótmælendum afskiptalausar á sama tíma og Twitter, uppáhaldsmiðill forsetans, faldi samhljóða tíst hans á þeim forsendum að það bryti gegn notendaskilmálum um upphafningu á ofbeldi. Mikil mótmæli geisa nú í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður í Minneapolis drap George Floyd, blökkumann, sem var í haldi lögreglunnar. Sums staðar hafa gripdeildir og ofbeldi fylgt mótmælunum og hefur Trump forseti brugðist við því með hótunum um að beita mótmælendur valdi. Í tístinu sem Twitter faldi talaði Trump um að „þegar gripdeildirnar hefjast hefst skothríðin“. Það orðalag hefur sögulega skírskotun í Bandaríkjunum frá kynþáttaóeirðum sem geisuðu árið 1967 og er rakið til lögreglustjóra í Míamí sem var sakaður um rasisma gegn blökkumönnum. Þrátt fyrir að Trump hefði síðar reynt að halda öðru fram túlkuðu margir tístið sem svo að forsetinn hvetti til þess að mótmælendur yrðu skotnir. Trump brást við aðgerðum Twitter með því að hóta að loka samfélagsmiðlum. Síðar gaf hann út tilskipun sem gæti orðið til þess að samfélagsmiðlar verði gerðir ábyrgir fyrir öllu því efni sem notendur birta á miðlunum. Trump forseti hefur verið herskár í tali um mótmælendur undanfarna daga. Hann hótaði því að siga hernum á þá og lét skjóta táragasi og gúmmíkúlum á friðsama mótmælendur til að rýma Lafayette-torg við Hvíta húsið fyrir myndatöku við kirkju sem var skemmd í óeirðum í gær.AP/Patrick Semansky Sagði Trump að orðalag hans setti Facebook í erfiða stöðu Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, réttlætti ákvörðun um að leyfa samhljóða Facebook-færslu Trump að standa með því að almenningur þyrfti að vita af því að stjórnvöld ætluðu sér að beita valdi. Ýmsir starfsmenn og stjórnendur Facebook hafa andmælt Zuckerberg vegna þess. Fréttir af símtali Zuckerberg og Trump á föstudag jók enn á óánægju þeirra, að sögn Washington Post. Í símtalinu er Zuckerberg sagður hafa tjáð Trump að orðalag hans setti Facebook í erfiða stöðu. Eftir það hafi Trump tónað sig niður í tísti sem var einnig birt á Facebook í framhaldinu. Facebook vísaði til þeirrar breytingar sem ástæðu til að fjarlægja ekki færsluna. „Fólk hefur verið myrt um helgina í mótmælunum og við höfum hýst efni sem hvatti til þess,“ skrifaði starfsmaður Facebook í innanhússumræðum um helgina. Nokkur fjöldi starfsmanna lagði niður störf í gær og fleiri lýstu reiði sinni á starfsmannafundi. Facebook hefur ítrekað kosið að láta færslur Trump á miðlinum afskiptalausar þrátt fyrir að þær virðist brjóta gegn notendaskilmálum miðilsins. Í stjórnendaliði Facebook er fjöldi íhaldsmanna sem eru sagðir vara við því að ritskoða færslur hægrimanna þrátt fyrir að þeir dreifi ósannindum á miðlinum. Trump og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa ítrekað sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Á sama tíma hafa miðlarnir sætt gagnrýni fyrir að leyfa upplýsingafalsi og ósannindum að grassera á miðlunum, ekki síst í aðdraganda kosninga.
Facebook Donald Trump Dauði George Floyd Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Tengdar fréttir Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni. 28. maí 2020 12:13 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni. 28. maí 2020 12:13
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00