Staðsetning án starfa Gauti Jóhannesson skrifar 30. maí 2020 19:00 Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19. Í stað þess að nýta starfskrafta heimamanna, sem margir hverjir hafa margra ára reynslu, er gert ráð fyrir að fljúga tollvörðum austur á ferjudögum einu sinni í viku og væntanlega oftar ef þurfa þykir. Það er svo ótalmargt rangt við þessa ráðstöfun. Í fyrsta lagi má draga í efa raunverulegt fjárhagslegt hagræði af því að senda tollverði frá Reykjavík til Egilsstaða með flugi einu sinni í viku með tilheyrandi ferðakostnaði og dagpeningum á meðan heimamenn fá aðeins greitt fyrir um hálfs dags vinnu við hverja komu Norrænu. Í annan stað getur sú staða komið upp að veður og/eða vetrarfærð komi í veg fyrir að tollverðir komist til Seyðisfjarðar – eða til baka. Þegar umræddar uppsagnir taka gildi verða tveir tollverðir eftir á Seyðisfirði. Sé horft framhjá þeim fordæmalausu tímum sem við nú lifum þá hefur umferð skemmtiferðaskipa stóraukist undanfarin ár og skútuumferð sömuleiðis. Varla gefur það tilefni til að slaka mögulega á í eftirliti með inn- og útflutningi ? Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er áhersla lögð á mikilvægi þess að landið allt sé í blómlegri byggð og jafn aðgangur sé að atvinnutækifærum. Ráðuneytum og stofnunum er gert að skilgreina og auglýsa störf án staðsetningar eins og kostur er og áhersla er lögð á að: „.. stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi sem víðast um landið.“ Í ljósi alls þessa og viðspyrnuaðgerða sem ríkið hefur boðað vegna Covid – 19, m.a. til að koma til móts við áhrif faraldursins á atvinnulífið, eru uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði út í hött. Verst af öllu er, að okkur sem hafa hrærst í sveitarstjórnar- og byggðamálum undanfarin ár, kemur þetta ekki á óvart. Alltof oft undanfarin ár, höfum við staðið frammi fyrir því að orð og efndir ríkisvaldsins hvað varðar uppbyggingu atvinnu og þjónustu úti á landsbyggðunum fara ekki saman og gildir þá einu hvar í flokki menn standa. Fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar eru þetta kaldar kveðjur nú þegar styttist í að það verði formlega til. Enn kaldari eru kveðjurnar til Seyðfirðinga sem undanfarin ár hafa horft á eftir fjölda opinberra starfa s.s. í tengslum við sýslumannsembættið og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég hef fulla trú á að uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði verði teknar til endurskoðunar. Gauti JóhannessonHöfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Tollgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Gauti Jóhannesson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19. Í stað þess að nýta starfskrafta heimamanna, sem margir hverjir hafa margra ára reynslu, er gert ráð fyrir að fljúga tollvörðum austur á ferjudögum einu sinni í viku og væntanlega oftar ef þurfa þykir. Það er svo ótalmargt rangt við þessa ráðstöfun. Í fyrsta lagi má draga í efa raunverulegt fjárhagslegt hagræði af því að senda tollverði frá Reykjavík til Egilsstaða með flugi einu sinni í viku með tilheyrandi ferðakostnaði og dagpeningum á meðan heimamenn fá aðeins greitt fyrir um hálfs dags vinnu við hverja komu Norrænu. Í annan stað getur sú staða komið upp að veður og/eða vetrarfærð komi í veg fyrir að tollverðir komist til Seyðisfjarðar – eða til baka. Þegar umræddar uppsagnir taka gildi verða tveir tollverðir eftir á Seyðisfirði. Sé horft framhjá þeim fordæmalausu tímum sem við nú lifum þá hefur umferð skemmtiferðaskipa stóraukist undanfarin ár og skútuumferð sömuleiðis. Varla gefur það tilefni til að slaka mögulega á í eftirliti með inn- og útflutningi ? Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er áhersla lögð á mikilvægi þess að landið allt sé í blómlegri byggð og jafn aðgangur sé að atvinnutækifærum. Ráðuneytum og stofnunum er gert að skilgreina og auglýsa störf án staðsetningar eins og kostur er og áhersla er lögð á að: „.. stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi sem víðast um landið.“ Í ljósi alls þessa og viðspyrnuaðgerða sem ríkið hefur boðað vegna Covid – 19, m.a. til að koma til móts við áhrif faraldursins á atvinnulífið, eru uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði út í hött. Verst af öllu er, að okkur sem hafa hrærst í sveitarstjórnar- og byggðamálum undanfarin ár, kemur þetta ekki á óvart. Alltof oft undanfarin ár, höfum við staðið frammi fyrir því að orð og efndir ríkisvaldsins hvað varðar uppbyggingu atvinnu og þjónustu úti á landsbyggðunum fara ekki saman og gildir þá einu hvar í flokki menn standa. Fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar eru þetta kaldar kveðjur nú þegar styttist í að það verði formlega til. Enn kaldari eru kveðjurnar til Seyðfirðinga sem undanfarin ár hafa horft á eftir fjölda opinberra starfa s.s. í tengslum við sýslumannsembættið og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég hef fulla trú á að uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði verði teknar til endurskoðunar. Gauti JóhannessonHöfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun