12 dagar í Pepsi Max: Fyrsta tímabil Óla Jóh í sextán ár án titils Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2020 12:00 Ólafur Jóhannesson hefur gert fimm lið að Íslandsmeisturum, FH-inga þrisvar og Valsmenn tvisvar sinnum. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira