Ferðagjöf upp Ártúnsbrekku og allan hringinn Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 27. maí 2020 17:30 Hugsum okkur ef Kringlan byði öllum viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar upp á 5000 kr.- gjafabréf sem fólk gæti nýtt á tilteknu tímabili. Mismunandi verslanir Kringlunnar væru samtímis með alls kyns tilboð sem hægt væri að nýta með gjafakortinu og ávinningur neytenda þannig aukinn. Hvort væri óhætt að ganga út frá því í framhaldinu að bílastæði Kringlunnar yrðu smekkfull eða galtóm? Það er viss mælikvarði á hagsæld ef til er fólk sem finnst það ekki taka því að innleysa fimm þúsund krónur. Þá væri enn betra ef slíkt fólk gæti rafrænt framvísað gjafabréfi sínu til þeirra sem vilja nota það. Ef hver og einn gæti þannig að hámarki framvísað 15 slíkum gjafabréfum í verslunum Kringlunnar, samtals að andvirði 75.000 krónur, þá væri verslunarferðin aldeilis til fjár. Nákvæmlega þetta er ríkisstjórnin að gera - með ferðagjöf til að efla mörg og mismunandi fyrirtæki sem þrífast undir hatti ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að beina viðskiptum landans að fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem blæðir um þessar mundir en ekki til að ríkisstyrkja ferðalög almennings upp í topp. Með ferðagjöfinni er almenningi einfaldlega treyst til að styðja þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fólkið sjálft kann að meta. Valfrelsi fólksins í landinu er leið stjórnvalda til að dreifa þessum fjármunum. Með því að láta neytendur á markaði hafa valið fer fjármagnið þangað sem fólkið vill vera og þar með til lífvænlegra fyrirtækja sem keppast við að setja saman tilboð til að auka ávinning neytenda af ferðagjöfinni. Aftur að fimm þúsund kallinum. Við hjónin fengum boð í sveitabrúðkaup í sumar og með því tilboð í hótelgistingu eina nótt með morgunverði fyrir tvo á 13.900 kr.- Við ætlum að nota ferðagjöf beggja og fáum þar með hótelgistinguna og morgunverðinn á 3900 kr.- Kaupgeta okkar eykst vegna ferðagjafarinnar og við höfum ríkari hvata til að nota aðra ferðaþjónustu, eins og baðlón á svæðinu, áður en heim er haldið. Þannig hagnast fleiri á heimsókn okkar en ella. Það þarf ekki að fara langt til að gjöfin komi að gagni. Hægt er að efla ferðaþjónustu í næsta nágrenni eða heimabyggð en ferðagjöfina má almennt nýta í samgöngur, gistingu, veitingar og afþreyingu um allt land. Komum andvirði ferðagjafarinnar í vinnu og verjum íslenska ferðaþjónustu. Í krafti fjöldans getum við stækkað ferðagjöfina og myndað iðandi ferðakeðju upp Ártúnsbrekku, hringinn í kringum landið og aftur heim. Eflum blómleg ferðaþjónustufyrirtæki sem við viljum að séu til staðar þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegt horf og byggjum upp innlenda eftirspurn í ferðaþjónustu í leiðinni. Við erum alltaf sterkari saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hugsum okkur ef Kringlan byði öllum viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar upp á 5000 kr.- gjafabréf sem fólk gæti nýtt á tilteknu tímabili. Mismunandi verslanir Kringlunnar væru samtímis með alls kyns tilboð sem hægt væri að nýta með gjafakortinu og ávinningur neytenda þannig aukinn. Hvort væri óhætt að ganga út frá því í framhaldinu að bílastæði Kringlunnar yrðu smekkfull eða galtóm? Það er viss mælikvarði á hagsæld ef til er fólk sem finnst það ekki taka því að innleysa fimm þúsund krónur. Þá væri enn betra ef slíkt fólk gæti rafrænt framvísað gjafabréfi sínu til þeirra sem vilja nota það. Ef hver og einn gæti þannig að hámarki framvísað 15 slíkum gjafabréfum í verslunum Kringlunnar, samtals að andvirði 75.000 krónur, þá væri verslunarferðin aldeilis til fjár. Nákvæmlega þetta er ríkisstjórnin að gera - með ferðagjöf til að efla mörg og mismunandi fyrirtæki sem þrífast undir hatti ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að beina viðskiptum landans að fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem blæðir um þessar mundir en ekki til að ríkisstyrkja ferðalög almennings upp í topp. Með ferðagjöfinni er almenningi einfaldlega treyst til að styðja þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fólkið sjálft kann að meta. Valfrelsi fólksins í landinu er leið stjórnvalda til að dreifa þessum fjármunum. Með því að láta neytendur á markaði hafa valið fer fjármagnið þangað sem fólkið vill vera og þar með til lífvænlegra fyrirtækja sem keppast við að setja saman tilboð til að auka ávinning neytenda af ferðagjöfinni. Aftur að fimm þúsund kallinum. Við hjónin fengum boð í sveitabrúðkaup í sumar og með því tilboð í hótelgistingu eina nótt með morgunverði fyrir tvo á 13.900 kr.- Við ætlum að nota ferðagjöf beggja og fáum þar með hótelgistinguna og morgunverðinn á 3900 kr.- Kaupgeta okkar eykst vegna ferðagjafarinnar og við höfum ríkari hvata til að nota aðra ferðaþjónustu, eins og baðlón á svæðinu, áður en heim er haldið. Þannig hagnast fleiri á heimsókn okkar en ella. Það þarf ekki að fara langt til að gjöfin komi að gagni. Hægt er að efla ferðaþjónustu í næsta nágrenni eða heimabyggð en ferðagjöfina má almennt nýta í samgöngur, gistingu, veitingar og afþreyingu um allt land. Komum andvirði ferðagjafarinnar í vinnu og verjum íslenska ferðaþjónustu. Í krafti fjöldans getum við stækkað ferðagjöfina og myndað iðandi ferðakeðju upp Ártúnsbrekku, hringinn í kringum landið og aftur heim. Eflum blómleg ferðaþjónustufyrirtæki sem við viljum að séu til staðar þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegt horf og byggjum upp innlenda eftirspurn í ferðaþjónustu í leiðinni. Við erum alltaf sterkari saman.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun