Kerfi fyrir fólk en ekki fólk fyrir kerfi Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 27. maí 2020 15:40 Kerfið á að vera hannað fyrir fólk. Þessi setning er mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum. Þar tökum við ákvarðanir sem hafa víðtæk áhrif á fólk. Alls konar fólk með alls konar þarfir. Það er þetta með fjölbreyttar og ólíkar þarfir einstaklinga sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Þess vegna teljum við að börn eigi rétt á vali um fleiri en eina leið í gegnum skólakerfið. Sérstaklega erum við meðvituð um mikilvægi þess að börn með greiningar og hvers konar fötlun eigi rétt á að velja þá leið sem hentar hverju barni best. Það var einmitt þess vegna sem við í borgarstjórnarflokki Viðreisnar komum að því að gerður var samningur við Arnarskóla fyrir fjögur börn fyrir ári síðan. Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri, staðsettur í Kópavogi. Nú blasir við að hið meinta kerfi með sínum meintu borgarmörkum sé að gera okkur erfitt fyrir að samningurinn nái til fleiri barna, sem gætu notið sín í betur í Arnarskóla. Stóri hnífurinn í kúnni er að ósamið er við Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna til að koma að fjármögnun plássa fyrir reykvísk börn sem telja Arnarskóla geta mætt sínum þörfum best, líkt og Jöfnunarsjóður hefur samið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í pólitík til að láta þar við sitja. Ég er í pólitík til að finna leiðir til að losa kúnna frá þessum hníf og berjast fyrir hagsmunum barna. Það mun ég gera í þessu tiltekna máli. Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið. Kerfið á ekki að búa til tilgangslaus völundarhús og landamæri á kostnað velsæld barna. Við erum fámenn þjóð og því fylgir styrkur. Nýtum styrkinn í stað þess að leyfa kerfinu að bólgna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla og frístundaráði í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagsmál Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kerfið á að vera hannað fyrir fólk. Þessi setning er mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum. Þar tökum við ákvarðanir sem hafa víðtæk áhrif á fólk. Alls konar fólk með alls konar þarfir. Það er þetta með fjölbreyttar og ólíkar þarfir einstaklinga sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Þess vegna teljum við að börn eigi rétt á vali um fleiri en eina leið í gegnum skólakerfið. Sérstaklega erum við meðvituð um mikilvægi þess að börn með greiningar og hvers konar fötlun eigi rétt á að velja þá leið sem hentar hverju barni best. Það var einmitt þess vegna sem við í borgarstjórnarflokki Viðreisnar komum að því að gerður var samningur við Arnarskóla fyrir fjögur börn fyrir ári síðan. Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri, staðsettur í Kópavogi. Nú blasir við að hið meinta kerfi með sínum meintu borgarmörkum sé að gera okkur erfitt fyrir að samningurinn nái til fleiri barna, sem gætu notið sín í betur í Arnarskóla. Stóri hnífurinn í kúnni er að ósamið er við Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna til að koma að fjármögnun plássa fyrir reykvísk börn sem telja Arnarskóla geta mætt sínum þörfum best, líkt og Jöfnunarsjóður hefur samið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í pólitík til að láta þar við sitja. Ég er í pólitík til að finna leiðir til að losa kúnna frá þessum hníf og berjast fyrir hagsmunum barna. Það mun ég gera í þessu tiltekna máli. Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið. Kerfið á ekki að búa til tilgangslaus völundarhús og landamæri á kostnað velsæld barna. Við erum fámenn þjóð og því fylgir styrkur. Nýtum styrkinn í stað þess að leyfa kerfinu að bólgna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla og frístundaráði í Reykjavík
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun