Neyðarpakki vegna faraldursins samþykktur á Bandaríkjaþingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 12:03 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, ræddi við fréttamenn áður en þingmenn greiddu atkvæði um neyðarpakkann í gærkvöldi. AP/J. Scott Applewhite Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti neyðarpakka vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins í gær og hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Frumvarp fulltrúadeildarinnar felur í sér að landsmenn geti farið í sýnatöku sér að kostnaðarlausu, vinnandi fólk fái greitt veikindaleyfi auk þess sem réttur til atvinnuleysisbóta og mataraðstoðar verður útvíkkaður, að sögn AP-fréttastofunnar. Það var samþykkt með 363 atkvæðum gegn fjörutíu. Búist er við því að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump fer með meirihluta, taki frumvarpið fyrir eftir helgi. „Ég hvet alla repúblikana og demókrata til að taka höndum saman og KJÓSA JÁ! Ég hlakka til að skrifa undir endanlegt frumvarp EINS FLJÓTT OG HÆGT ER!“ tísti Trump í gær. I fully support H.R. 6201: Families First CoronaVirus Response Act, which will be voted on in the House this evening. This Bill will follow my direction for free CoronaVirus tests, and paid sick leave for our impacted American workers. I have directed....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2020 Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að fólk sem veikist eða þarf að fara í heimasóttkví vegna faraldursins lendi ekki í fjárhagslegu öngstræti. Það á að tryggja vinnandi fólki þriggja mánaða veikindaleyfi. Minni og miðlungsstórum fyrirtækjum verður bættur kostnaðurinn með skattaafslætti. Áður hafði Bandaríkjaþing samþykkt 8,3 milljarða dollara neyðarfjárveitingu vegna veirunnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, samdi um efni frumvarpsins við Stephen Mnuchin, fjármálaráðherra, í vikunni. Þau hafa bæði boðað annan neyðarpakka vegna faraldursins sem eiga að blása lífi í efnahagslífið. Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi gerir honum kleift að ráðstafa allt að fimmtíu milljörðum dollara til alríkis- og ríkisstjórna til að bregðast við útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti neyðarpakka vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins í gær og hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Frumvarp fulltrúadeildarinnar felur í sér að landsmenn geti farið í sýnatöku sér að kostnaðarlausu, vinnandi fólk fái greitt veikindaleyfi auk þess sem réttur til atvinnuleysisbóta og mataraðstoðar verður útvíkkaður, að sögn AP-fréttastofunnar. Það var samþykkt með 363 atkvæðum gegn fjörutíu. Búist er við því að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump fer með meirihluta, taki frumvarpið fyrir eftir helgi. „Ég hvet alla repúblikana og demókrata til að taka höndum saman og KJÓSA JÁ! Ég hlakka til að skrifa undir endanlegt frumvarp EINS FLJÓTT OG HÆGT ER!“ tísti Trump í gær. I fully support H.R. 6201: Families First CoronaVirus Response Act, which will be voted on in the House this evening. This Bill will follow my direction for free CoronaVirus tests, and paid sick leave for our impacted American workers. I have directed....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2020 Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að fólk sem veikist eða þarf að fara í heimasóttkví vegna faraldursins lendi ekki í fjárhagslegu öngstræti. Það á að tryggja vinnandi fólki þriggja mánaða veikindaleyfi. Minni og miðlungsstórum fyrirtækjum verður bættur kostnaðurinn með skattaafslætti. Áður hafði Bandaríkjaþing samþykkt 8,3 milljarða dollara neyðarfjárveitingu vegna veirunnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, samdi um efni frumvarpsins við Stephen Mnuchin, fjármálaráðherra, í vikunni. Þau hafa bæði boðað annan neyðarpakka vegna faraldursins sem eiga að blása lífi í efnahagslífið. Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi gerir honum kleift að ráðstafa allt að fimmtíu milljörðum dollara til alríkis- og ríkisstjórna til að bregðast við útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10