Neyðarpakki vegna faraldursins samþykktur á Bandaríkjaþingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 12:03 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, ræddi við fréttamenn áður en þingmenn greiddu atkvæði um neyðarpakkann í gærkvöldi. AP/J. Scott Applewhite Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti neyðarpakka vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins í gær og hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Frumvarp fulltrúadeildarinnar felur í sér að landsmenn geti farið í sýnatöku sér að kostnaðarlausu, vinnandi fólk fái greitt veikindaleyfi auk þess sem réttur til atvinnuleysisbóta og mataraðstoðar verður útvíkkaður, að sögn AP-fréttastofunnar. Það var samþykkt með 363 atkvæðum gegn fjörutíu. Búist er við því að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump fer með meirihluta, taki frumvarpið fyrir eftir helgi. „Ég hvet alla repúblikana og demókrata til að taka höndum saman og KJÓSA JÁ! Ég hlakka til að skrifa undir endanlegt frumvarp EINS FLJÓTT OG HÆGT ER!“ tísti Trump í gær. I fully support H.R. 6201: Families First CoronaVirus Response Act, which will be voted on in the House this evening. This Bill will follow my direction for free CoronaVirus tests, and paid sick leave for our impacted American workers. I have directed....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2020 Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að fólk sem veikist eða þarf að fara í heimasóttkví vegna faraldursins lendi ekki í fjárhagslegu öngstræti. Það á að tryggja vinnandi fólki þriggja mánaða veikindaleyfi. Minni og miðlungsstórum fyrirtækjum verður bættur kostnaðurinn með skattaafslætti. Áður hafði Bandaríkjaþing samþykkt 8,3 milljarða dollara neyðarfjárveitingu vegna veirunnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, samdi um efni frumvarpsins við Stephen Mnuchin, fjármálaráðherra, í vikunni. Þau hafa bæði boðað annan neyðarpakka vegna faraldursins sem eiga að blása lífi í efnahagslífið. Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi gerir honum kleift að ráðstafa allt að fimmtíu milljörðum dollara til alríkis- og ríkisstjórna til að bregðast við útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti neyðarpakka vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins í gær og hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Frumvarp fulltrúadeildarinnar felur í sér að landsmenn geti farið í sýnatöku sér að kostnaðarlausu, vinnandi fólk fái greitt veikindaleyfi auk þess sem réttur til atvinnuleysisbóta og mataraðstoðar verður útvíkkaður, að sögn AP-fréttastofunnar. Það var samþykkt með 363 atkvæðum gegn fjörutíu. Búist er við því að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump fer með meirihluta, taki frumvarpið fyrir eftir helgi. „Ég hvet alla repúblikana og demókrata til að taka höndum saman og KJÓSA JÁ! Ég hlakka til að skrifa undir endanlegt frumvarp EINS FLJÓTT OG HÆGT ER!“ tísti Trump í gær. I fully support H.R. 6201: Families First CoronaVirus Response Act, which will be voted on in the House this evening. This Bill will follow my direction for free CoronaVirus tests, and paid sick leave for our impacted American workers. I have directed....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2020 Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að fólk sem veikist eða þarf að fara í heimasóttkví vegna faraldursins lendi ekki í fjárhagslegu öngstræti. Það á að tryggja vinnandi fólki þriggja mánaða veikindaleyfi. Minni og miðlungsstórum fyrirtækjum verður bættur kostnaðurinn með skattaafslætti. Áður hafði Bandaríkjaþing samþykkt 8,3 milljarða dollara neyðarfjárveitingu vegna veirunnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, samdi um efni frumvarpsins við Stephen Mnuchin, fjármálaráðherra, í vikunni. Þau hafa bæði boðað annan neyðarpakka vegna faraldursins sem eiga að blása lífi í efnahagslífið. Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi gerir honum kleift að ráðstafa allt að fimmtíu milljörðum dollara til alríkis- og ríkisstjórna til að bregðast við útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10