Klúðruðu rannsókn á innbroti þar sem þjófurinn þakkaði fyrir sig og baðst afsökunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 14:17 Maðurinn var grunaður um að stela lyfjum. Vísir/Egill Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira