Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. nóvember 2025 20:15 Guðmundur Ingi Kristinsson tekur undir tillögu um hækkun aldurstakmarks á samfélagsmiðlum. Vísir/Anton Brink Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira