„Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 13:32 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur komið á framfæri við hörðum mótmælum við ákvörðun Bandaríkjaforseta um ferðabanni til Evrópu. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, ræddi við Guðlaug Þór á Alþingi fyrir hádegi í dag. Aðspurður hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast bregðast við sagði ráðherra: „Við höfum nú þegar brugðist við, við gerðum það snemma í morgun. Í morgun hef ég átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna sem er staddur í Kaliforníu. Sömuleiðis kallað staðgengil hans á minn fund. Við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa og lagt á það áherslu að við séum undanskilin bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni.“ Býstu við að það verði tekið jákvætt í þetta? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef sömuleiðis beðið utanríkismálanefnd að eiga fund með mér og sömuleiðis farið fram á símafund með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því við munum fylgja þessu máli fast eftir.“ Guðlaugur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að símafundurinn verði í dag. „Aðalatriðið er þetta að við höfum komið skilaboðum okkar og mótmælum áfram með ákveðnum hætti og sömuleiðis þá höfum við komið öllum þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar í þessu máli áfram til Bandaríkjanna og annarra þeirra sem málið varða,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Utanríkismál Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, ræddi við Guðlaug Þór á Alþingi fyrir hádegi í dag. Aðspurður hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast bregðast við sagði ráðherra: „Við höfum nú þegar brugðist við, við gerðum það snemma í morgun. Í morgun hef ég átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna sem er staddur í Kaliforníu. Sömuleiðis kallað staðgengil hans á minn fund. Við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa og lagt á það áherslu að við séum undanskilin bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni.“ Býstu við að það verði tekið jákvætt í þetta? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef sömuleiðis beðið utanríkismálanefnd að eiga fund með mér og sömuleiðis farið fram á símafund með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því við munum fylgja þessu máli fast eftir.“ Guðlaugur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að símafundurinn verði í dag. „Aðalatriðið er þetta að við höfum komið skilaboðum okkar og mótmælum áfram með ákveðnum hætti og sömuleiðis þá höfum við komið öllum þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar í þessu máli áfram til Bandaríkjanna og annarra þeirra sem málið varða,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Utanríkismál Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira