Markaðir bregðast illa við ferðabanni Trumps Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. mars 2020 12:05 Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um bannið í gær. Markaðir hafa verið í frjálsu falli síðan, og voru það reyndar fyrir tilkynninguna. AP/Doug Mills Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Ákvörðunin hefur haft mikil áhrif á markaði víðs vegar um heiminn. „Til þess að halda nýjum sjúklingum sem koma til landsins í lágmarki munum við banna allar ferðir frá Evrópu til Bandaríkjanna næstu þrjátíu daga. Þessar nýju reglur taka gildi á miðnætti annað kvöld,“ sagði Trump þegar hann greindi frá aðgerðunum í gærkvöldi. Þrjátíu daga bann Bannið gildir í þrjátíu daga og nær til allra ríkja Evrópu, að Bretlandi frátöldu, frá og með miðnætti annað kvöld. Það nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu síðustu fjórtán daga. Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Í frjálsu falli Markaðir brugðust afar illa við tíðindunum. Þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um fimm og hálft stig. Breska FTSE og franska CAC sömuleiðis. Þá hefur rússneska vísitalan hrapað um ellefu prósent. Michael McCarthy, yfirmaður grieningardeildar CMC Markets í Ástralíu, segist búast við því að þróunin verði áfram í þessa átt á næstu dögum og vikum. „Það hversu hratt hlutabréf eru að hrapa alls staðar í heiminum og hversu mikið segir okkur að við megum eiga von á frekara tjóni næstu daga og vikur.“ Bandaríkin Donald Trump Markaðir Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabann Trump kom evrópskum ráðamönnum að óvörum Evrópusambandið hefur lýst vanþóknun sinni á að Trump Bandaríkjaforseti hafa tekið einhliða ákvörðun um ferðabann vegna kórónuveiru án samráðs við evrópska ráðamenn. 12. mars 2020 11:29 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 09:43 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Ákvörðunin hefur haft mikil áhrif á markaði víðs vegar um heiminn. „Til þess að halda nýjum sjúklingum sem koma til landsins í lágmarki munum við banna allar ferðir frá Evrópu til Bandaríkjanna næstu þrjátíu daga. Þessar nýju reglur taka gildi á miðnætti annað kvöld,“ sagði Trump þegar hann greindi frá aðgerðunum í gærkvöldi. Þrjátíu daga bann Bannið gildir í þrjátíu daga og nær til allra ríkja Evrópu, að Bretlandi frátöldu, frá og með miðnætti annað kvöld. Það nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu síðustu fjórtán daga. Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Í frjálsu falli Markaðir brugðust afar illa við tíðindunum. Þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um fimm og hálft stig. Breska FTSE og franska CAC sömuleiðis. Þá hefur rússneska vísitalan hrapað um ellefu prósent. Michael McCarthy, yfirmaður grieningardeildar CMC Markets í Ástralíu, segist búast við því að þróunin verði áfram í þessa átt á næstu dögum og vikum. „Það hversu hratt hlutabréf eru að hrapa alls staðar í heiminum og hversu mikið segir okkur að við megum eiga von á frekara tjóni næstu daga og vikur.“
Bandaríkin Donald Trump Markaðir Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabann Trump kom evrópskum ráðamönnum að óvörum Evrópusambandið hefur lýst vanþóknun sinni á að Trump Bandaríkjaforseti hafa tekið einhliða ákvörðun um ferðabann vegna kórónuveiru án samráðs við evrópska ráðamenn. 12. mars 2020 11:29 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 09:43 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ferðabann Trump kom evrópskum ráðamönnum að óvörum Evrópusambandið hefur lýst vanþóknun sinni á að Trump Bandaríkjaforseti hafa tekið einhliða ákvörðun um ferðabann vegna kórónuveiru án samráðs við evrópska ráðamenn. 12. mars 2020 11:29
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 09:43
Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49