Aldrei fleiri mörk í framlengingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2020 23:00 Morata fagnar marki sínu í gær á meðan Llorente er á fleygiferð framhjá honum. Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Atletico Madrid vann ótrúlegan 3-2 sigur á Liverpool á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í framlengingu í Meistaradeild Evrópu. Alls voru þau fjögur talsins. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-0 fyrir Liverpool og því þurfti að framlengja. Eftir að liðin höfðu leikið tvo leiki eða rétt yfir 180 mínútur og skorað aðeins tvö mörk þá komu fjögur á þeim 30 mínútum sem framlengingin var. Liverpool v Atletico Madrid was the first ever Champions League game to see four goals scored in extra time pic.twitter.com/YLJhSzmoif— Goal (@goal) March 12, 2020 Atletico hefur áður tekið þátt í framlengingu þar sem skoruð voru þrjú mörk. Því miður fyrir þá voru það erkifjendur þeirra í Real Madrid sem skoruðu öll þrjú mörkin. Var það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 en þá hafði Sergio Ramos jafnaði metin í 1-1 á 93. mínútu leiksins og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni skoruðu þeir Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo fyrir Real sem vann leikinn 4-1. Það virtist sem að Atletico hefði aftur dregið styttra stráið en strax á 4. mínútu framlengingar kom Roberto Firmino Liverpool í 2-0. Var þetta hans fyrsta mark á Anfield í 20 leikjum en Firmino skoraði síðast gegn Porto í apríl 2019. Alls fór hann 337 daga án þess að skora á heimavelli. Eftir markið var komið að þætti Marcos Llorente sem hafði komið inn af varamannabekk gestanna á 56. mínútu leiksins. Þremur mínútum eftir mark Firmino átti Adrián, markvörður Liverpool, skelfilega hreinsun frá marki sem endaði með því að Llorente skoraði og staðan orðin 2-1 sem þýddi að Atletico var á leiðinni áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var svo nokkrum sekúndum áður en fyrri hálfleik framlengingar lauk sem Llorente skoraði aftur, nú með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Óverjandi fyrir Adrián í markinu. Alvaro Morata, annar varamaður, gulltryggði sigur Atletico með marki á 120. mínútu leiksins. Lokatölur 3-2 gestunum í vil og alls komu fjögur af fimm mörkum leiksins í framlengingu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Atletico Madrid vann ótrúlegan 3-2 sigur á Liverpool á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í framlengingu í Meistaradeild Evrópu. Alls voru þau fjögur talsins. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-0 fyrir Liverpool og því þurfti að framlengja. Eftir að liðin höfðu leikið tvo leiki eða rétt yfir 180 mínútur og skorað aðeins tvö mörk þá komu fjögur á þeim 30 mínútum sem framlengingin var. Liverpool v Atletico Madrid was the first ever Champions League game to see four goals scored in extra time pic.twitter.com/YLJhSzmoif— Goal (@goal) March 12, 2020 Atletico hefur áður tekið þátt í framlengingu þar sem skoruð voru þrjú mörk. Því miður fyrir þá voru það erkifjendur þeirra í Real Madrid sem skoruðu öll þrjú mörkin. Var það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 en þá hafði Sergio Ramos jafnaði metin í 1-1 á 93. mínútu leiksins og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni skoruðu þeir Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo fyrir Real sem vann leikinn 4-1. Það virtist sem að Atletico hefði aftur dregið styttra stráið en strax á 4. mínútu framlengingar kom Roberto Firmino Liverpool í 2-0. Var þetta hans fyrsta mark á Anfield í 20 leikjum en Firmino skoraði síðast gegn Porto í apríl 2019. Alls fór hann 337 daga án þess að skora á heimavelli. Eftir markið var komið að þætti Marcos Llorente sem hafði komið inn af varamannabekk gestanna á 56. mínútu leiksins. Þremur mínútum eftir mark Firmino átti Adrián, markvörður Liverpool, skelfilega hreinsun frá marki sem endaði með því að Llorente skoraði og staðan orðin 2-1 sem þýddi að Atletico var á leiðinni áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var svo nokkrum sekúndum áður en fyrri hálfleik framlengingar lauk sem Llorente skoraði aftur, nú með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Óverjandi fyrir Adrián í markinu. Alvaro Morata, annar varamaður, gulltryggði sigur Atletico með marki á 120. mínútu leiksins. Lokatölur 3-2 gestunum í vil og alls komu fjögur af fimm mörkum leiksins í framlengingu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30