Aldrei fleiri mörk í framlengingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2020 23:00 Morata fagnar marki sínu í gær á meðan Llorente er á fleygiferð framhjá honum. Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Atletico Madrid vann ótrúlegan 3-2 sigur á Liverpool á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í framlengingu í Meistaradeild Evrópu. Alls voru þau fjögur talsins. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-0 fyrir Liverpool og því þurfti að framlengja. Eftir að liðin höfðu leikið tvo leiki eða rétt yfir 180 mínútur og skorað aðeins tvö mörk þá komu fjögur á þeim 30 mínútum sem framlengingin var. Liverpool v Atletico Madrid was the first ever Champions League game to see four goals scored in extra time pic.twitter.com/YLJhSzmoif— Goal (@goal) March 12, 2020 Atletico hefur áður tekið þátt í framlengingu þar sem skoruð voru þrjú mörk. Því miður fyrir þá voru það erkifjendur þeirra í Real Madrid sem skoruðu öll þrjú mörkin. Var það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 en þá hafði Sergio Ramos jafnaði metin í 1-1 á 93. mínútu leiksins og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni skoruðu þeir Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo fyrir Real sem vann leikinn 4-1. Það virtist sem að Atletico hefði aftur dregið styttra stráið en strax á 4. mínútu framlengingar kom Roberto Firmino Liverpool í 2-0. Var þetta hans fyrsta mark á Anfield í 20 leikjum en Firmino skoraði síðast gegn Porto í apríl 2019. Alls fór hann 337 daga án þess að skora á heimavelli. Eftir markið var komið að þætti Marcos Llorente sem hafði komið inn af varamannabekk gestanna á 56. mínútu leiksins. Þremur mínútum eftir mark Firmino átti Adrián, markvörður Liverpool, skelfilega hreinsun frá marki sem endaði með því að Llorente skoraði og staðan orðin 2-1 sem þýddi að Atletico var á leiðinni áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var svo nokkrum sekúndum áður en fyrri hálfleik framlengingar lauk sem Llorente skoraði aftur, nú með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Óverjandi fyrir Adrián í markinu. Alvaro Morata, annar varamaður, gulltryggði sigur Atletico með marki á 120. mínútu leiksins. Lokatölur 3-2 gestunum í vil og alls komu fjögur af fimm mörkum leiksins í framlengingu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Atletico Madrid vann ótrúlegan 3-2 sigur á Liverpool á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í framlengingu í Meistaradeild Evrópu. Alls voru þau fjögur talsins. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-0 fyrir Liverpool og því þurfti að framlengja. Eftir að liðin höfðu leikið tvo leiki eða rétt yfir 180 mínútur og skorað aðeins tvö mörk þá komu fjögur á þeim 30 mínútum sem framlengingin var. Liverpool v Atletico Madrid was the first ever Champions League game to see four goals scored in extra time pic.twitter.com/YLJhSzmoif— Goal (@goal) March 12, 2020 Atletico hefur áður tekið þátt í framlengingu þar sem skoruð voru þrjú mörk. Því miður fyrir þá voru það erkifjendur þeirra í Real Madrid sem skoruðu öll þrjú mörkin. Var það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 en þá hafði Sergio Ramos jafnaði metin í 1-1 á 93. mínútu leiksins og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni skoruðu þeir Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo fyrir Real sem vann leikinn 4-1. Það virtist sem að Atletico hefði aftur dregið styttra stráið en strax á 4. mínútu framlengingar kom Roberto Firmino Liverpool í 2-0. Var þetta hans fyrsta mark á Anfield í 20 leikjum en Firmino skoraði síðast gegn Porto í apríl 2019. Alls fór hann 337 daga án þess að skora á heimavelli. Eftir markið var komið að þætti Marcos Llorente sem hafði komið inn af varamannabekk gestanna á 56. mínútu leiksins. Þremur mínútum eftir mark Firmino átti Adrián, markvörður Liverpool, skelfilega hreinsun frá marki sem endaði með því að Llorente skoraði og staðan orðin 2-1 sem þýddi að Atletico var á leiðinni áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var svo nokkrum sekúndum áður en fyrri hálfleik framlengingar lauk sem Llorente skoraði aftur, nú með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Óverjandi fyrir Adrián í markinu. Alvaro Morata, annar varamaður, gulltryggði sigur Atletico með marki á 120. mínútu leiksins. Lokatölur 3-2 gestunum í vil og alls komu fjögur af fimm mörkum leiksins í framlengingu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30