Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 09:30 Diego Costa sýndi mönnum í gær hvað hann hefur svartan húmor. Getty/ DeFodi Images Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter. Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter.
Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira