Stjórnin vill hætta við arðgreiðslu Arion banka Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2020 11:02 Starfsmenn Arion banka fylgjast með komu varaforseta Bandaríkjanna í fyrra. Vísir/vilhelm Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05