Vopn skila arði í stríði með landvinningum Einar G Harðarson skrifar 21. maí 2020 15:00 Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar