Innlent

Snjó­koma norðan og austan­lands og gular hríðar­við­varanir í gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið klukkan 11 í dag, eins og það lítur út klukkan 7 í morgun.
Spákortið klukkan 11 í dag, eins og það lítur út klukkan 7 í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir norðaustan 13 til 23 metrum í sekúndu í dag þar sem hvassast verður norðvestantil og undir Vatnajökli eftir hádegi.

Útlit er fyrir talsverðri snjókomu norðan og austanlands fram eftir degi, en það eru gular hríðarviðvaranir í gildi fram á kvöld á þeim slóðum. – á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum.

„Það verður þurrt að mestu um landið suðvestanvert, og hitinn verður yfirleitt nálægt frostmarki. Það dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og kólnar í veðri.

Víða norðaustan 5-13 m/s í fyrramálið, dálítil él norðaustanlands, annars úrkomulítið. Gengur í suðaustan 10-18 með snjókomu eða slyddu suðvestan- og vestantil síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en frostlaust við suðvesturströndina um kvöldið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustanátt, víða 5-13 m/s og dálítill éljagangur norðaustanlands. Gengur í suðaustan 10-18 m/s með snjókomu eða slyddu suðvestan- og vestantil síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en frostlaust við suðvesturströndina um kvöldið.

Á föstudag: Suðlæg átt, víða 8-15, en gengur í norðan 10-18 vestantil. Snjókoma með köflum í öllum landshlutum, en slydda við suðurströndina eftir hádegi. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Á laugardag: Norðaustan 8-15, él á norðan og austanverðu landinu en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Herðir á frosti.

Á sunnudag: Gengur í sunnan 10-18 og þykknar upp með snjókomu vestantil, en styttir upp norðaustanlands. Dregur úr frosti.

Á mánudag: Hvöss suðaustanátt með snjókomu eða rigningu og hlýnandi veðri. Snýst í suðvestanátt með éljum og kólnar aftur síðdegis.

Á þriðjudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljagangi um landið sunnan- og vestanvert, en þurrviðri norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×