Fella niður kennslu vegna verkfalls: „Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt“ Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 20:07 Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla. Aðsend/samsett Stjórnendur Salaskóla í Kópavogi hafa tekið þá ákvörðun að fella niður alla kennslu vegna yfirstandandi verkfalls félagsmanna Eflingar. Skólastjórinn segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir að ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst í gær hafi haft umtalsverð áhrif á skólastarfið. Ekki er gert ráð fyrir því að hefja aftur kennslu fyrr en að kjarasamningar nást. Ruslið hleðst upp í skólanum Verkfallið nær til rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sjá einnig: Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi „Allur skólinn er ræstur af Eflingarfólki og við erum ekki með neina aðkeypta ræstingu. Skólinn verður bara mjög fljótt skítugur þegar það fólk er ekki til staðar. Svo er mötuneytið líka lokað of krakkar hafa verið að koma með nesti, það bara hleðst upp ruslið hjá okkur.“ Ná ekki að halda álagsflötum hreinum Hafsteinn segir skólann til að mynda ekki geta hreinsað álagsfleti á borð við handrið og hurðarhúna í samræmi við tilmæli vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnendur Salaskóla funduðu um stöðuna seinni partinn í dag og komust að þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekki verjandi að bjóða börnunum upp á að vera í skólanum á meðan hann væri ekki þrifinn, að sögn Hafsteins. „Við erum að gera þetta með hagsmuni og heilsu barnanna að leiðarljósi. Einhvern tímann þarf maður að draga línuna og ástandið er bara þannig í samfélaginu að við þurfum að gæta vel að hreinlæti og við getum ekki gert það ef við höfum ekki fólkið sem þarf að ræsta. Okkur fannst við ekki geta boðið upp á einn dag í viðbót.“ Telur að fleiri fylgi í kjölfarið Hann gerir ráð fyrir því að fleiri grunnskólar í Kópavogi muni grípa til þess ráðs að fella niður kennslu á næstu dögum og segir skólastjórnendur vera áhyggjufulla yfir ástandinu. „Þetta eru sjö hundruð manns sem eru mjög þétt saman og náttúrlega margt í gangi. Það er verið að borða bæði í almannarýmum og í kennslustofum sem og annars staðar. Það bara verða að vera góð þrif alltaf. Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt.“ Það eigi ekki síður við um salerni sem þurfi jafnvel að þrífa oft á dag. Þess má geta að Salaskóli verður engu að síður opinn fyrir níundu bekkinga nú á miðvikudag og fimmtudag vegna samræmdu prófa. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tilhögum samræmdu prófa. Verkföll 2020 Kjaramál Kópavogur Skóla - og menntamál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Stjórnendur Salaskóla í Kópavogi hafa tekið þá ákvörðun að fella niður alla kennslu vegna yfirstandandi verkfalls félagsmanna Eflingar. Skólastjórinn segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir að ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst í gær hafi haft umtalsverð áhrif á skólastarfið. Ekki er gert ráð fyrir því að hefja aftur kennslu fyrr en að kjarasamningar nást. Ruslið hleðst upp í skólanum Verkfallið nær til rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sjá einnig: Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi „Allur skólinn er ræstur af Eflingarfólki og við erum ekki með neina aðkeypta ræstingu. Skólinn verður bara mjög fljótt skítugur þegar það fólk er ekki til staðar. Svo er mötuneytið líka lokað of krakkar hafa verið að koma með nesti, það bara hleðst upp ruslið hjá okkur.“ Ná ekki að halda álagsflötum hreinum Hafsteinn segir skólann til að mynda ekki geta hreinsað álagsfleti á borð við handrið og hurðarhúna í samræmi við tilmæli vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnendur Salaskóla funduðu um stöðuna seinni partinn í dag og komust að þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekki verjandi að bjóða börnunum upp á að vera í skólanum á meðan hann væri ekki þrifinn, að sögn Hafsteins. „Við erum að gera þetta með hagsmuni og heilsu barnanna að leiðarljósi. Einhvern tímann þarf maður að draga línuna og ástandið er bara þannig í samfélaginu að við þurfum að gæta vel að hreinlæti og við getum ekki gert það ef við höfum ekki fólkið sem þarf að ræsta. Okkur fannst við ekki geta boðið upp á einn dag í viðbót.“ Telur að fleiri fylgi í kjölfarið Hann gerir ráð fyrir því að fleiri grunnskólar í Kópavogi muni grípa til þess ráðs að fella niður kennslu á næstu dögum og segir skólastjórnendur vera áhyggjufulla yfir ástandinu. „Þetta eru sjö hundruð manns sem eru mjög þétt saman og náttúrlega margt í gangi. Það er verið að borða bæði í almannarýmum og í kennslustofum sem og annars staðar. Það bara verða að vera góð þrif alltaf. Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt.“ Það eigi ekki síður við um salerni sem þurfi jafnvel að þrífa oft á dag. Þess má geta að Salaskóli verður engu að síður opinn fyrir níundu bekkinga nú á miðvikudag og fimmtudag vegna samræmdu prófa. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tilhögum samræmdu prófa.
Verkföll 2020 Kjaramál Kópavogur Skóla - og menntamál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50
„Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03
Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45