Atvinnuleysisbætur stúdenta: Jafnræði, öryggi og hugarró Jóhanna Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2020 17:00 Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun