Hagar reiða fram 315 milljónir vegna starfsloka Finns og Guðmundar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2020 16:48 Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson sögðu skilið við stjórnendastöður sínar hjá Högum í lok apríl. samsett Hagar gera ráð fyrir að starfslok tveggja stjórnenda hjá félaginu, þeirra Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar, muni kosta félagið um 314,5 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársuppgjöri Haga, sem tekur til tímabilsins mars 2019 til febrúar 2020. Þar segir jafnframt að Hagar munu ekki greiða út arð fyrir árið eins og fyrirhugað var, auk þess sem þorri viðskiptavina matvöruverslana Haga nýti sér sjálfsafgreiðslukassa. Finnur Árnason tilkynnti 30. apríl að hann óskað eftir því að hætta sem forstjóri Haga. Þá óskaði framkvæmdastjóri Bónus, Guðmundur Marteinsson, einnig eftir því að láta af störfum en þeir munu báðir starfa hjá Högum þangað til eftirmenn þeirra taka við keflinu. Þann 7. maí var tilkynnt um ráðningu á nýjum forstjóra og mun Finnur Oddsson, sem síðustu ár hefur verið forstjóri Origo hf., hefja störf hjá félaginu í sumar. Hagar segja í uppgjöri sínust að fjárhagsleg áhrif starfslokanna muni koma fram á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2020/21 og eru þau áætluð í heild, með launatengdum gjöldum, um 314,5 milljónir króna. Í fyrri fréttum af málinu var áætlað að kostnaðurinn myndi nema um 300 milljónum. Kórónuveiran bitnar á Olís Þá segja Hagar að áhrif kórónuveirunnar muni hafa töluverð áhrif á rekstur félagsins sem munu þó ekki koma fram fyrr en í uppgjöri næsta árs. Áhrifin á félög innan samstæðunnar séu ólík eftir starfsemi þeirra. Þannig sé tekjuvöxtur í dagvöruhluta félagsins en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Stærstu áhrifaþættir COVID-19 verði þannig áhrif á Olís, verðfall á olíumörkuðum, kostnaðarverðshækkanir, gengisfall íslensku krónunnar auk þess sem tekið er tillit til einskiptisáhrifa af fyrrnefndum breytingum á framkvæmdastjórn. Félagið muni ekki, enn sem komið er, gefa út afkomuspá fyrir rekstrarárið 2020/21 „þar sem mikil óvissa ríkir enn um áhrif faraldursins á nýju rekstrarári,“ eins og segir í uppgjörinu. Sjálfsafgreiðslukassar hafa verið settir upp í 14 Bónusverslunum. Kassarnir njóta mikilla vinsælda að sögn Haga.Vísir/vilhelm Hætta við arðgreiðslu Hagar muni þó hverfa frá fyrirætlunum sínum um að greiða út arð fyrir síðasta árs. Arðgreiðslustefna Haga gerir ráð fyrir að hið minnsta helmingur hagnaðar ársins sé greiddur í arð, sem var um 3 milljarðar á síðara ári. Stjórn félagsins leggur hins vegar til að horfið verði frá þessari stefnu. Stjórnin leggur til fyrir aðalfund félagsins þann 9. júní næstkomandi að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna reikningsársins 2019/20. Er þetta sagt gert vegna þeirra óvissu sem sem nú ríkir um efnahagshorfur í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjálfsafgreiðslan vinsæl Í uppgjörinu greina Hagar einnig frá sjálfvirknivæðingu verslana sinna. Hagar hafa komið upp sjálfsafgreiðslukössum í 21 af 40 verslunum sínum, 14 Bónusverslunum og 7 verslunum Hagkaups. Félagið segir að kössunum hafi fylgt aukin afkastageta á álagstímum og mikil hagræðing í rekstri. Hagar fyrirhugað að halda þessari þróun áfram. Til stendur að setja sjálfsafgreiðslukassa í sjö Bónusverslanir og eina Hagkaupsverslun á árinu „Viðskiptavinir eru ánægðir en hlutfall afgreiðslufjölda í gegnum sjálfsafgreiðslukassa er á bilinu 35-60%,“ segir í uppgjörinu sem má nálgast í heild hér. Verslun Markaðir Vistaskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Hagar gera ráð fyrir að starfslok tveggja stjórnenda hjá félaginu, þeirra Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar, muni kosta félagið um 314,5 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársuppgjöri Haga, sem tekur til tímabilsins mars 2019 til febrúar 2020. Þar segir jafnframt að Hagar munu ekki greiða út arð fyrir árið eins og fyrirhugað var, auk þess sem þorri viðskiptavina matvöruverslana Haga nýti sér sjálfsafgreiðslukassa. Finnur Árnason tilkynnti 30. apríl að hann óskað eftir því að hætta sem forstjóri Haga. Þá óskaði framkvæmdastjóri Bónus, Guðmundur Marteinsson, einnig eftir því að láta af störfum en þeir munu báðir starfa hjá Högum þangað til eftirmenn þeirra taka við keflinu. Þann 7. maí var tilkynnt um ráðningu á nýjum forstjóra og mun Finnur Oddsson, sem síðustu ár hefur verið forstjóri Origo hf., hefja störf hjá félaginu í sumar. Hagar segja í uppgjöri sínust að fjárhagsleg áhrif starfslokanna muni koma fram á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2020/21 og eru þau áætluð í heild, með launatengdum gjöldum, um 314,5 milljónir króna. Í fyrri fréttum af málinu var áætlað að kostnaðurinn myndi nema um 300 milljónum. Kórónuveiran bitnar á Olís Þá segja Hagar að áhrif kórónuveirunnar muni hafa töluverð áhrif á rekstur félagsins sem munu þó ekki koma fram fyrr en í uppgjöri næsta árs. Áhrifin á félög innan samstæðunnar séu ólík eftir starfsemi þeirra. Þannig sé tekjuvöxtur í dagvöruhluta félagsins en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Stærstu áhrifaþættir COVID-19 verði þannig áhrif á Olís, verðfall á olíumörkuðum, kostnaðarverðshækkanir, gengisfall íslensku krónunnar auk þess sem tekið er tillit til einskiptisáhrifa af fyrrnefndum breytingum á framkvæmdastjórn. Félagið muni ekki, enn sem komið er, gefa út afkomuspá fyrir rekstrarárið 2020/21 „þar sem mikil óvissa ríkir enn um áhrif faraldursins á nýju rekstrarári,“ eins og segir í uppgjörinu. Sjálfsafgreiðslukassar hafa verið settir upp í 14 Bónusverslunum. Kassarnir njóta mikilla vinsælda að sögn Haga.Vísir/vilhelm Hætta við arðgreiðslu Hagar muni þó hverfa frá fyrirætlunum sínum um að greiða út arð fyrir síðasta árs. Arðgreiðslustefna Haga gerir ráð fyrir að hið minnsta helmingur hagnaðar ársins sé greiddur í arð, sem var um 3 milljarðar á síðara ári. Stjórn félagsins leggur hins vegar til að horfið verði frá þessari stefnu. Stjórnin leggur til fyrir aðalfund félagsins þann 9. júní næstkomandi að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna reikningsársins 2019/20. Er þetta sagt gert vegna þeirra óvissu sem sem nú ríkir um efnahagshorfur í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjálfsafgreiðslan vinsæl Í uppgjörinu greina Hagar einnig frá sjálfvirknivæðingu verslana sinna. Hagar hafa komið upp sjálfsafgreiðslukössum í 21 af 40 verslunum sínum, 14 Bónusverslunum og 7 verslunum Hagkaups. Félagið segir að kössunum hafi fylgt aukin afkastageta á álagstímum og mikil hagræðing í rekstri. Hagar fyrirhugað að halda þessari þróun áfram. Til stendur að setja sjálfsafgreiðslukassa í sjö Bónusverslanir og eina Hagkaupsverslun á árinu „Viðskiptavinir eru ánægðir en hlutfall afgreiðslufjölda í gegnum sjálfsafgreiðslukassa er á bilinu 35-60%,“ segir í uppgjörinu sem má nálgast í heild hér.
Verslun Markaðir Vistaskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira