Ketilbjalla fyrir þrautseigjuvöðvann Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:30 Þegar sumarmyndir berast manni frá grænu grasi í skandinavíu og svo ekki sé talað um myndir á samfélagsmiðlum af ofur hressu ofurfólki að svitna kolvetnalausu páskaeggjunum sínum í allt of mörgum armbeygjum er mikilvægt að muna að þetta gengur allt saman yfir. Brátt munu moskítóflugurnar byrja að bíta Skandinavanna og sá sem gerir margar armbeygjur er ekki fullkominn þó hann hafi verið duglegur í þær 4 sekúndur sem þú gægðist inní lífi hans. Þetta mun líka ganga yfir er ein af uppáhalds möntrunum mínum og ein af þeim gjöfum sem hugleiðsla hefur fært mér. Þetta er ketilbjallan mín þegar ég þarf að æfa þrautseigjuvöðvann minn. Æfingaprógramið er ekki svona WOD og það þarf ekki að skipta um föt til þess að hefja æfingu. Það eina sem þú þarft að gera er að draga andann djúpt og endurtaka þessi orð: Þetta mun líka ganga yfir. Það hefur reynt mikið á þennan vöðva hjá mörgum undanfarnar vikur. Það er erfitt að upplifa veikindi, missa jafnvel vinnuna, reka heimaskóla samhliða fullri vinnu eða sjá hagkerfið kólna eins og hraunmola úr eldgosi sem hættir hægt og rólega að vera rauðglóandi og verður kolbikarsvartur. Fréttir síðustu viku rifjuðu upp fyrir okkur myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Þrautseigjuvöðvinn minn hneigir sig fyrir öllu því duglega fólki sem þá mokaði öskunni í burtu til þess að hægt væri að hefja daglegt líf aftur þar sem allt fór á kaf. Það fólk fékk nýjan stað í tilverunni til að miða við. Aðrir hlutir urðu einfaldari í samanburði við það verkefni. Þau komust í gegnum þetta og eru sterkari fyrir vikið. Það er verið að búa til nýjan viðmiðun fyrir okkur þessar vikurnar. Á þrautseigjunni komumst við í gegnum þetta og horfum síðar til baka og segjum: Sjáðu tindinn þarna fór ég! Byrjaðu að flexa þrautseigjuvöðvann strax í dag, því það hjálpar. Ekki bara þegar erfiðleikarnir eru við það að draga þig ofan í rauðglóandi hraunflæðið heldur líka þegar þetta allt saman er búið. Þeir sem hafa æft upp ofurstælta þrautseigjuvöðva með þessum hætti eru nefnilega ánægðir með að vera komnir í gegnum erfiðleikana því þeir viðurkenna að þetta hafi verið erfitt, gleðjast yfir því að vera komnir í gegnum erfiðleikana og þakka sínum sínum andlega styrk. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar sumarmyndir berast manni frá grænu grasi í skandinavíu og svo ekki sé talað um myndir á samfélagsmiðlum af ofur hressu ofurfólki að svitna kolvetnalausu páskaeggjunum sínum í allt of mörgum armbeygjum er mikilvægt að muna að þetta gengur allt saman yfir. Brátt munu moskítóflugurnar byrja að bíta Skandinavanna og sá sem gerir margar armbeygjur er ekki fullkominn þó hann hafi verið duglegur í þær 4 sekúndur sem þú gægðist inní lífi hans. Þetta mun líka ganga yfir er ein af uppáhalds möntrunum mínum og ein af þeim gjöfum sem hugleiðsla hefur fært mér. Þetta er ketilbjallan mín þegar ég þarf að æfa þrautseigjuvöðvann minn. Æfingaprógramið er ekki svona WOD og það þarf ekki að skipta um föt til þess að hefja æfingu. Það eina sem þú þarft að gera er að draga andann djúpt og endurtaka þessi orð: Þetta mun líka ganga yfir. Það hefur reynt mikið á þennan vöðva hjá mörgum undanfarnar vikur. Það er erfitt að upplifa veikindi, missa jafnvel vinnuna, reka heimaskóla samhliða fullri vinnu eða sjá hagkerfið kólna eins og hraunmola úr eldgosi sem hættir hægt og rólega að vera rauðglóandi og verður kolbikarsvartur. Fréttir síðustu viku rifjuðu upp fyrir okkur myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Þrautseigjuvöðvinn minn hneigir sig fyrir öllu því duglega fólki sem þá mokaði öskunni í burtu til þess að hægt væri að hefja daglegt líf aftur þar sem allt fór á kaf. Það fólk fékk nýjan stað í tilverunni til að miða við. Aðrir hlutir urðu einfaldari í samanburði við það verkefni. Þau komust í gegnum þetta og eru sterkari fyrir vikið. Það er verið að búa til nýjan viðmiðun fyrir okkur þessar vikurnar. Á þrautseigjunni komumst við í gegnum þetta og horfum síðar til baka og segjum: Sjáðu tindinn þarna fór ég! Byrjaðu að flexa þrautseigjuvöðvann strax í dag, því það hjálpar. Ekki bara þegar erfiðleikarnir eru við það að draga þig ofan í rauðglóandi hraunflæðið heldur líka þegar þetta allt saman er búið. Þeir sem hafa æft upp ofurstælta þrautseigjuvöðva með þessum hætti eru nefnilega ánægðir með að vera komnir í gegnum erfiðleikana því þeir viðurkenna að þetta hafi verið erfitt, gleðjast yfir því að vera komnir í gegnum erfiðleikana og þakka sínum sínum andlega styrk. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar