Fær bætur eftir að 1,5 tonna vagn féll á fót hans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 18:50 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist. Dómsmál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist.
Dómsmál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira