Krakkamótin gætu farið fram með breyttu sniði í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2020 10:45 Frá leik á Símamótinu í fyrra. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekki loku fyrir það skotið að stóru fótboltamótin fyrir yngri flokka gætu farið fram í sumar þrátt fyrir samkomubannið. Því verður aflétt í áföngum á næstu mánuðum. Þó hefur sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, mælst til þess að ekki komi fleiri en tvöþúsund manns saman á þessu ári. „Ég held að það sé alveg möguleiki að þetta geti orðið en væntanlega með breyttu sniði. Við áttum fund með yfirvöldum hverjar horfurnar væru og um frekari skýringar á reglunum,“ sagði Guðni í morgunþætti Rásar 1 og 2. „Ég held að þetta snúist allt um að vera með sóttvarnaúrræði, hólfa niður fjölda iðkenda og áhorfenda, og gæta þess að smithætta verði ekki of mikil. Vonandi eru einhverjar leiðir til að koma til móts við þau sjónarmið. Vonandi verður hægt að framkvæma mótin með þeim hætti að það verði ásættanlegt miðað við þau úrræði sem eru í gangi.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl.vísir/vilhelm Guðni ræddi einnig um Íslandsmótið í fótbolta og hvernig það yrði útfært. Hann segir mögulegt að Íslandsmótið hefjist síðari hluta júní. Eitt af því sem hefur komið til tals er að hefja mótið þá, þ.e. þeir leikir sem eru á dagskrá síðari hluta júní verði fyrstu leikir mótsins en leikirnir sem áttu að vera búnir verði færðir annað. „Við byrjum væntanlega mótið eins og dagskráin var en setjum þá leikina sem ekki hafði náðst að spila aftan við eða komum þeim fyrir inn í mótinu. EM karla fer ekki fram í sumar og það gefur okkur svigrúm,“ sagði Guðni. „Við eigum að koma þessu fyrir og gerum það. En að öllum líkindum þurfum við að spila aðeins lengur en annars. Það er eitthvað sem við getum vel tekist á við.“ Viðtalið við Guðna má sjá með því að smella hér. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekki loku fyrir það skotið að stóru fótboltamótin fyrir yngri flokka gætu farið fram í sumar þrátt fyrir samkomubannið. Því verður aflétt í áföngum á næstu mánuðum. Þó hefur sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, mælst til þess að ekki komi fleiri en tvöþúsund manns saman á þessu ári. „Ég held að það sé alveg möguleiki að þetta geti orðið en væntanlega með breyttu sniði. Við áttum fund með yfirvöldum hverjar horfurnar væru og um frekari skýringar á reglunum,“ sagði Guðni í morgunþætti Rásar 1 og 2. „Ég held að þetta snúist allt um að vera með sóttvarnaúrræði, hólfa niður fjölda iðkenda og áhorfenda, og gæta þess að smithætta verði ekki of mikil. Vonandi eru einhverjar leiðir til að koma til móts við þau sjónarmið. Vonandi verður hægt að framkvæma mótin með þeim hætti að það verði ásættanlegt miðað við þau úrræði sem eru í gangi.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl.vísir/vilhelm Guðni ræddi einnig um Íslandsmótið í fótbolta og hvernig það yrði útfært. Hann segir mögulegt að Íslandsmótið hefjist síðari hluta júní. Eitt af því sem hefur komið til tals er að hefja mótið þá, þ.e. þeir leikir sem eru á dagskrá síðari hluta júní verði fyrstu leikir mótsins en leikirnir sem áttu að vera búnir verði færðir annað. „Við byrjum væntanlega mótið eins og dagskráin var en setjum þá leikina sem ekki hafði náðst að spila aftan við eða komum þeim fyrir inn í mótinu. EM karla fer ekki fram í sumar og það gefur okkur svigrúm,“ sagði Guðni. „Við eigum að koma þessu fyrir og gerum það. En að öllum líkindum þurfum við að spila aðeins lengur en annars. Það er eitthvað sem við getum vel tekist á við.“ Viðtalið við Guðna má sjá með því að smella hér.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30
Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30