KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2020 19:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. Þetta ákvað KSÍ að gera til að vinna á móti afar neikvæðum, efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða greiðslur til þeirra félaga sem ekki eiga fulltrúa í efstu deild karla (Þau félög fengu á dögunum fyrirframgreiðslu vegna sjónvarpssamninga). Framlagið hefur jafnan verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla, á haustin. KSÍ flýtir greiðslu 75% af áætlaðri upphæð og er skýrt tekið fram að peningarnir séu ætlaðir til barna- og unglingastarfs. Dæmi um kostnaðarliði séu laun þjálfara, ferðakostnaður, aðstöðuleiga og kaup á tækjum og áhöldum. Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum um ráðstöfun styrksins. Þau félög sem eiga fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og 1. deild karla fá hæstu greiðslurnar nú, eða 1,8 milljón króna. Félög í 2. deild karla fá 1.125 þúsund, og félög í 3. og 4. deild karla, og 2. deild kvenna, fá 750 þúsund. Þá fá félög sem senda sameiginleg lið til leiks í meistaraflokki, en eru með barna- og unglingastarf, 450 þúsund krónur. Sjá lista yfir félögin hér. Borghildur Sigurðardóttir, formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ, útskýrði tillöguna með eftirfarandi hætti á fundi stjórnar: Fjárhagsnefnd og formaður KSÍ leggja til við stjórn sambandsins að greiðsludegi á 75% barna og unglingastyrks til handa félögum i neðri deildum sambandsins verði flýtt til 17. apríl. Erum við vel meðvituð um þann fjárhagsvanda sem félög sambandsins eru að glíma við vegna áhrifa Covid 19 og er tillagan lögð fram til að styðja félögin við að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þjálfurum í unglingastarfi sínu en nú þegar er farið að bera á erfiðari innheimtu æfingagjalda vegna ástandsins i samfélaginu. Um er að ræða tæpar 46 milljónir króna. Samkvæmt lista yfir úthlutanirnar í frétt á vef KSÍ nemur heildarupphæðin hins vegar 42.750.000 krónum. KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. Þetta ákvað KSÍ að gera til að vinna á móti afar neikvæðum, efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða greiðslur til þeirra félaga sem ekki eiga fulltrúa í efstu deild karla (Þau félög fengu á dögunum fyrirframgreiðslu vegna sjónvarpssamninga). Framlagið hefur jafnan verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla, á haustin. KSÍ flýtir greiðslu 75% af áætlaðri upphæð og er skýrt tekið fram að peningarnir séu ætlaðir til barna- og unglingastarfs. Dæmi um kostnaðarliði séu laun þjálfara, ferðakostnaður, aðstöðuleiga og kaup á tækjum og áhöldum. Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum um ráðstöfun styrksins. Þau félög sem eiga fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og 1. deild karla fá hæstu greiðslurnar nú, eða 1,8 milljón króna. Félög í 2. deild karla fá 1.125 þúsund, og félög í 3. og 4. deild karla, og 2. deild kvenna, fá 750 þúsund. Þá fá félög sem senda sameiginleg lið til leiks í meistaraflokki, en eru með barna- og unglingastarf, 450 þúsund krónur. Sjá lista yfir félögin hér. Borghildur Sigurðardóttir, formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ, útskýrði tillöguna með eftirfarandi hætti á fundi stjórnar: Fjárhagsnefnd og formaður KSÍ leggja til við stjórn sambandsins að greiðsludegi á 75% barna og unglingastyrks til handa félögum i neðri deildum sambandsins verði flýtt til 17. apríl. Erum við vel meðvituð um þann fjárhagsvanda sem félög sambandsins eru að glíma við vegna áhrifa Covid 19 og er tillagan lögð fram til að styðja félögin við að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þjálfurum í unglingastarfi sínu en nú þegar er farið að bera á erfiðari innheimtu æfingagjalda vegna ástandsins i samfélaginu. Um er að ræða tæpar 46 milljónir króna. Samkvæmt lista yfir úthlutanirnar í frétt á vef KSÍ nemur heildarupphæðin hins vegar 42.750.000 krónum.
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00
KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00