Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 08:28 Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina. AP/Rahmat Gul Yfirvöld Bandaríkjanna segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árás á fæðingardeild í Kabúl í Afganistan í vikunni. Minnst 22 mæður og ljósmæður voru myrtar og tvö ungbörn. Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. Ashraf Ghani, forseti, og ríkisstjórn hans hefur þó gagnrýnt Talibana fyrir að halda árásum sínum til þreytu, þrátt fyrir viðræðurnar og eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni skipaði hann hernum að sækja fram gegn Talibönum. Bandaríkjamenn lýstu því þó yfir í gærkvöldi að ISIS hefði gert árásina og hvatti Ghani til að halda viðræðunum áfram við Talibana. Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Afganistan, sagði í gær að markmið ISIS-liða væri að stöðva viðræðurnar og koma af stað borgarastyrjöld í landinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgðinni á árásinni en ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás á jarðarför í Nagnarhar þar sem minnst 32. Bandaríkin gerðu friðarsamkomulag við Talibana þann 29. febrúar. Það samkomulag felur í sér brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan og að bæði Talibanar og ríkisstjórn Ghani áttu að sleppa föngum úr haldi. Bandaríkin hafa þrýst á Ghani að hefja einnig viðræður við Talibana. Afganar eru þó ekki sáttir við að hafa ekki fengið að koma að viðræðum Bandaríkjanna og Talibana og segja það hafa grafið verulega undan mögulegri samningsstöðu þeirra. Þá segja þeir Talibana skapa ástand þar sem hryðjuverkahópar þrífast og saka þá um að vinna með öðrum vígahópum. Rather than falling into the ISIS trap and delay peace or create obstacles, Afghans must come together to crush this menace and pursue a historic peace opportunity. No more excuses. Afghans, and the world, deserve better.— U.S. Special Representative Zalmay Khalilzad (@US4AfghanPeace) May 14, 2020 Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árás á fæðingardeild í Kabúl í Afganistan í vikunni. Minnst 22 mæður og ljósmæður voru myrtar og tvö ungbörn. Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. Ashraf Ghani, forseti, og ríkisstjórn hans hefur þó gagnrýnt Talibana fyrir að halda árásum sínum til þreytu, þrátt fyrir viðræðurnar og eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni skipaði hann hernum að sækja fram gegn Talibönum. Bandaríkjamenn lýstu því þó yfir í gærkvöldi að ISIS hefði gert árásina og hvatti Ghani til að halda viðræðunum áfram við Talibana. Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Afganistan, sagði í gær að markmið ISIS-liða væri að stöðva viðræðurnar og koma af stað borgarastyrjöld í landinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgðinni á árásinni en ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás á jarðarför í Nagnarhar þar sem minnst 32. Bandaríkin gerðu friðarsamkomulag við Talibana þann 29. febrúar. Það samkomulag felur í sér brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan og að bæði Talibanar og ríkisstjórn Ghani áttu að sleppa föngum úr haldi. Bandaríkin hafa þrýst á Ghani að hefja einnig viðræður við Talibana. Afganar eru þó ekki sáttir við að hafa ekki fengið að koma að viðræðum Bandaríkjanna og Talibana og segja það hafa grafið verulega undan mögulegri samningsstöðu þeirra. Þá segja þeir Talibana skapa ástand þar sem hryðjuverkahópar þrífast og saka þá um að vinna með öðrum vígahópum. Rather than falling into the ISIS trap and delay peace or create obstacles, Afghans must come together to crush this menace and pursue a historic peace opportunity. No more excuses. Afghans, and the world, deserve better.— U.S. Special Representative Zalmay Khalilzad (@US4AfghanPeace) May 14, 2020
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00
Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31