Romney gæti farið aftur gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2020 11:06 Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney. EPA/ERIK S. LESSER Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney virðist lítið hrifinn af tilraunum samflokksmanna sinna við að endurvekja ásakanir um spillingu gegn Joe Biden og syni hans Hunter í tengslum við úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings. Hann segist vera að íhuga að greiða atkvæði gegn Repúblikanaflokknum, aftur, en Romney er eini þingmaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem hefur greitt atkvæði með því að ákæra forseta eigin flokks. Málið snýr að ásökunum Donald Trump, forseta, og bandamanna hans í garð Biden, sem á endanum leiddu til þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisbrot og sýknaður af öldungadeildinni. Frá því hafa Trump-liðar sýnt málinu svo til gott sem engan áhuga, þar til í síðustu viku þegar Biden hleypti nýju lífi í framboð sitt og jók líkur sínar á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna seinna á árinu. Trump sjálfur sagði í viðtali í vikunni að hann ætlaði sér að nota ásakanirnar ítrekað, tryggi Biden sér tilnefningu Demókrataflokksins. Ron Johnson, formaður heimavarnanefndar öldungadeildarinnar, vill koma höndum yfir gögn frá úkraínskum manni sem vann fyrir fyrirtæki sem kom fram fyrir hönd Burisma í Bandaríkjunum. Sá maður, sem heitir Andrii Telitsjenkó, er þó ekki óumdeildur. Sjá einnig: Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Hann hefur til dæmis ítrekaði haldið því fram við Rudy Giuliani, einkalögmann Trump, að úkraínskir embættismenn hafi reynt að aðstoða Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, í forsetakosningunum árið 2016. Rússnesk stjórnvöld, sem brutust inn í tölvupósta Demókrataflokksins árið 2016 til þess að reyna að hafa áhrif á kosningarnar, hafa haldið þeirri kenningu á lofti. Ron Johnson vill gögn frá Úkraínu um stjórnarsetu Hunter Biden.EPA/MICHAEL REYNOLDS Gary Peters, æðsti Demókratinn í heimavarnanefndinni, segist hafa áhyggjur af sannleiksgildi upplýsinga frá Telitsjenkó og telur mögulegt að um áróður Rússa sé að ræða. Nokkrir aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins, sem eru ekki í nefndinni, hafa einnig lýst yfir sambærilegum áhyggjum, samkvæmt frétt Politico. Repúblikanar hafa á undanförnum dögum ítrekað haldið því fram að endurvakinn áhugi þeirra á störfum Hunter Biden fyrir Burisma tengist á engan hátt velgengni föður hans í forvali Demókrataflokksins. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði þó í viðtali við Fox í vikunni að Biden hafi verið lengi í pólitík og því „viti hann að svona hlutir verði skoðaðir þegar þú verður líklegur frambjóðandi þíns flokks“. Romney segir málið þó anga af pólitík. Réttast væri að óháð stofnun eins og Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakaði ásakanirnar gegn Biden, ef þar væri eitthvað að rannsaka. Þingmaðurinn sagðist ætla koma til greina að greiða atkvæði gegn tillögunni og þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta í nefndinni (8-6) myndi atkvæði Romney í raun fella tillöguna. Sen. Romney: There's no question but that the appearance of looking into Burisma and Hunter Biden appears political, and I think people are tired of these kind of political investigations..." pic.twitter.com/a2F2NvoIX8— NBC Politics (@NBCPolitics) March 5, 2020 Frá því að Mitt Romney greiddi atkvæði með sakfellingu Trump, einn þingmanna Repúblikanaflokksins, hafa bandamenn Trump og forsetinn sjálfur farið gegn þingmanninum af mikilli hörku. Kallað hefur verið eftir því að honum verði vikið úr Repúblikanaflokknum og einn af mikilvægustu mönnum Repúblikanaflokksins, Matt Schlapp, formaður Bandalags bandarískra íhaldsmanna, gekk svo langt segja að tryggja öryggi Romney á CPAC, stærstu ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem haldin var í síðasta mánuði. Var honum í rauninni meinað að mæta á ráðstefnuna. Hafa lengi sakað Biden um spillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi órökstuddum ásökunum um að Biden hafi sem varaforseti gerst sekur um misferli í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. Þrýstingur sem Trump beitti úkraínsk stjórnvöld um að þau rannsökuðu Biden leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði hann fyrir að misbeita valdi sínu en öldungadeildin sýknaði hann í febrúar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.AP/Matt Rourke Þegar á réttarhöldunum stóð voru lögmenn Trump þó hættir að tala um að Biden hafi gert eitthvað af sér. Þess í stað sögðu þeir son hans, Hunter, hafa brotið af sér. Þó hann hafi mögulega grætt á því að faðir hans væri varaforseti Bandaríkjanna er ekki útlit fyrir að hann hafi brotið lög með því að þiggja starf í stjórn Burisma. Segja Trump spilltasta forseta Bandaríkjanna Joe Biden og ráðgjafar hans undirbúa sig nú fyrir komandi árásir Repúblikana vegna Hunter Biden og samhliða því undirbúa þeir eigin árásir á Trump vegna fjölskyldu hans og ásakana um að þau hagnist verulega á ríkinu, samhliða forsetatíð Trump. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði „Í hvert sinn sem þessi samsæriskenning er nefnd af forsetanum eða öldungadeildarþingmönnum sem vanvirða embætti sitt með því að breyta nefndum þeirra í anga af framboðsbaráttu hans, munum við hamra á þeirri staðreynd að Donald Trump er án nokkurs vafa spilltasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna,“ sagði talsmaður Biden í tilkynningu til Washington Post. „Ef þeir vilja í alvörunni fara þangað, ættu þeir að spenna beltin.“ Ásakanir byggðar á sandi Úkraínumálið teygir anga sína til 2015 þegar Biden, á vegum Barack Obama fyrrverandi forseta, krafði yfirvöld Úkraínu þess að ríkissaksóknaranum Viktor Shokin yrði vikið úr starfi. Trump liðar hafa sakað Biden um að þvinga Shokin úr embætti með því markmiði að verja son sinn, Hunter Biden, sem þá var í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma Holdings. Nokkrum árum áður hafði verið opnuð rannsókn á mögulegu fjárþvætti eiganda fyrirtækisins. Það eru engar vísbendingar um að Joe Biden, né Hunter, hafi gert nokkuð saknæmt og ekki er víst hvort að Hunter hafi yfir höfuð verið til rannsóknar. Biden var að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, yfir margra mánaða skeið. Þá segja embættismenn í Úkraínu að rannsóknin gagnvart Burkima hafi verið stöðvuð af Shokin sjálfum, áður en Biden fór að kalla eftir brottrekstri hans. Þar að auki er ljóst að ríkisstjórnir Evrópuríkja og forsvarsmenn alþjóðlegra stofnana sem á þessum tíma studdu Úkraínu gegn Rússlandi, vildu Shokin einnig burt, þar sem hann þótti ekki rannsaka spillingu í Úkraínu nægjanlega vel og var hann jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Það sem meira er, Repúblikanar sjálfir studdu aðgerðir Biden á þeim tíma. Ron Johnson, formaður heimavarnanefndarinnar, skrifaði undir bréf nokkurra þingamanna Repúblikanaflokksins, þar sem þeir lýstu því yfir að reka ætti Shokin til að sporna gegn spillingu í Úkraínu. Rob Portman, sem situr líka í nefndinni, skrifaði einnig undir bréfið. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum Mótmælendur ruddust upp á sviðið þegar Joe Biden fagnaði góðu gengi í forvali Demókrataflokksins í gærkvöldi. Eiginkona hans steig á milli hans og mótmælendanna og hélt þeim frá honum með valdi. 4. mars 2020 16:35 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney virðist lítið hrifinn af tilraunum samflokksmanna sinna við að endurvekja ásakanir um spillingu gegn Joe Biden og syni hans Hunter í tengslum við úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings. Hann segist vera að íhuga að greiða atkvæði gegn Repúblikanaflokknum, aftur, en Romney er eini þingmaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem hefur greitt atkvæði með því að ákæra forseta eigin flokks. Málið snýr að ásökunum Donald Trump, forseta, og bandamanna hans í garð Biden, sem á endanum leiddu til þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisbrot og sýknaður af öldungadeildinni. Frá því hafa Trump-liðar sýnt málinu svo til gott sem engan áhuga, þar til í síðustu viku þegar Biden hleypti nýju lífi í framboð sitt og jók líkur sínar á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna seinna á árinu. Trump sjálfur sagði í viðtali í vikunni að hann ætlaði sér að nota ásakanirnar ítrekað, tryggi Biden sér tilnefningu Demókrataflokksins. Ron Johnson, formaður heimavarnanefndar öldungadeildarinnar, vill koma höndum yfir gögn frá úkraínskum manni sem vann fyrir fyrirtæki sem kom fram fyrir hönd Burisma í Bandaríkjunum. Sá maður, sem heitir Andrii Telitsjenkó, er þó ekki óumdeildur. Sjá einnig: Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Hann hefur til dæmis ítrekaði haldið því fram við Rudy Giuliani, einkalögmann Trump, að úkraínskir embættismenn hafi reynt að aðstoða Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, í forsetakosningunum árið 2016. Rússnesk stjórnvöld, sem brutust inn í tölvupósta Demókrataflokksins árið 2016 til þess að reyna að hafa áhrif á kosningarnar, hafa haldið þeirri kenningu á lofti. Ron Johnson vill gögn frá Úkraínu um stjórnarsetu Hunter Biden.EPA/MICHAEL REYNOLDS Gary Peters, æðsti Demókratinn í heimavarnanefndinni, segist hafa áhyggjur af sannleiksgildi upplýsinga frá Telitsjenkó og telur mögulegt að um áróður Rússa sé að ræða. Nokkrir aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins, sem eru ekki í nefndinni, hafa einnig lýst yfir sambærilegum áhyggjum, samkvæmt frétt Politico. Repúblikanar hafa á undanförnum dögum ítrekað haldið því fram að endurvakinn áhugi þeirra á störfum Hunter Biden fyrir Burisma tengist á engan hátt velgengni föður hans í forvali Demókrataflokksins. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði þó í viðtali við Fox í vikunni að Biden hafi verið lengi í pólitík og því „viti hann að svona hlutir verði skoðaðir þegar þú verður líklegur frambjóðandi þíns flokks“. Romney segir málið þó anga af pólitík. Réttast væri að óháð stofnun eins og Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakaði ásakanirnar gegn Biden, ef þar væri eitthvað að rannsaka. Þingmaðurinn sagðist ætla koma til greina að greiða atkvæði gegn tillögunni og þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta í nefndinni (8-6) myndi atkvæði Romney í raun fella tillöguna. Sen. Romney: There's no question but that the appearance of looking into Burisma and Hunter Biden appears political, and I think people are tired of these kind of political investigations..." pic.twitter.com/a2F2NvoIX8— NBC Politics (@NBCPolitics) March 5, 2020 Frá því að Mitt Romney greiddi atkvæði með sakfellingu Trump, einn þingmanna Repúblikanaflokksins, hafa bandamenn Trump og forsetinn sjálfur farið gegn þingmanninum af mikilli hörku. Kallað hefur verið eftir því að honum verði vikið úr Repúblikanaflokknum og einn af mikilvægustu mönnum Repúblikanaflokksins, Matt Schlapp, formaður Bandalags bandarískra íhaldsmanna, gekk svo langt segja að tryggja öryggi Romney á CPAC, stærstu ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem haldin var í síðasta mánuði. Var honum í rauninni meinað að mæta á ráðstefnuna. Hafa lengi sakað Biden um spillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi órökstuddum ásökunum um að Biden hafi sem varaforseti gerst sekur um misferli í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. Þrýstingur sem Trump beitti úkraínsk stjórnvöld um að þau rannsökuðu Biden leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði hann fyrir að misbeita valdi sínu en öldungadeildin sýknaði hann í febrúar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.AP/Matt Rourke Þegar á réttarhöldunum stóð voru lögmenn Trump þó hættir að tala um að Biden hafi gert eitthvað af sér. Þess í stað sögðu þeir son hans, Hunter, hafa brotið af sér. Þó hann hafi mögulega grætt á því að faðir hans væri varaforseti Bandaríkjanna er ekki útlit fyrir að hann hafi brotið lög með því að þiggja starf í stjórn Burisma. Segja Trump spilltasta forseta Bandaríkjanna Joe Biden og ráðgjafar hans undirbúa sig nú fyrir komandi árásir Repúblikana vegna Hunter Biden og samhliða því undirbúa þeir eigin árásir á Trump vegna fjölskyldu hans og ásakana um að þau hagnist verulega á ríkinu, samhliða forsetatíð Trump. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði „Í hvert sinn sem þessi samsæriskenning er nefnd af forsetanum eða öldungadeildarþingmönnum sem vanvirða embætti sitt með því að breyta nefndum þeirra í anga af framboðsbaráttu hans, munum við hamra á þeirri staðreynd að Donald Trump er án nokkurs vafa spilltasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna,“ sagði talsmaður Biden í tilkynningu til Washington Post. „Ef þeir vilja í alvörunni fara þangað, ættu þeir að spenna beltin.“ Ásakanir byggðar á sandi Úkraínumálið teygir anga sína til 2015 þegar Biden, á vegum Barack Obama fyrrverandi forseta, krafði yfirvöld Úkraínu þess að ríkissaksóknaranum Viktor Shokin yrði vikið úr starfi. Trump liðar hafa sakað Biden um að þvinga Shokin úr embætti með því markmiði að verja son sinn, Hunter Biden, sem þá var í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma Holdings. Nokkrum árum áður hafði verið opnuð rannsókn á mögulegu fjárþvætti eiganda fyrirtækisins. Það eru engar vísbendingar um að Joe Biden, né Hunter, hafi gert nokkuð saknæmt og ekki er víst hvort að Hunter hafi yfir höfuð verið til rannsóknar. Biden var að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, yfir margra mánaða skeið. Þá segja embættismenn í Úkraínu að rannsóknin gagnvart Burkima hafi verið stöðvuð af Shokin sjálfum, áður en Biden fór að kalla eftir brottrekstri hans. Þar að auki er ljóst að ríkisstjórnir Evrópuríkja og forsvarsmenn alþjóðlegra stofnana sem á þessum tíma studdu Úkraínu gegn Rússlandi, vildu Shokin einnig burt, þar sem hann þótti ekki rannsaka spillingu í Úkraínu nægjanlega vel og var hann jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Það sem meira er, Repúblikanar sjálfir studdu aðgerðir Biden á þeim tíma. Ron Johnson, formaður heimavarnanefndarinnar, skrifaði undir bréf nokkurra þingamanna Repúblikanaflokksins, þar sem þeir lýstu því yfir að reka ætti Shokin til að sporna gegn spillingu í Úkraínu. Rob Portman, sem situr líka í nefndinni, skrifaði einnig undir bréfið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum Mótmælendur ruddust upp á sviðið þegar Joe Biden fagnaði góðu gengi í forvali Demókrataflokksins í gærkvöldi. Eiginkona hans steig á milli hans og mótmælendanna og hélt þeim frá honum með valdi. 4. mars 2020 16:35 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum Mótmælendur ruddust upp á sviðið þegar Joe Biden fagnaði góðu gengi í forvali Demókrataflokksins í gærkvöldi. Eiginkona hans steig á milli hans og mótmælendanna og hélt þeim frá honum með valdi. 4. mars 2020 16:35
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46
Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49