Lífæðin Hamraborg og tækifæri fyrir lifandi samfélag Einar Örn Þorvarðarson skrifar 13. maí 2020 11:30 Undanfarnar vikur hefur staðið yfir virk umræða meðal Kópavogsbúa um vinnslutillögu að fyrirhuguðu nýju deiliskipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs. Sá hluti er Hamraborg/Fannborg og Traðarreitur vestri. Vinnslutillagan var kynnt í Skipulagsráði um miðjan mars. Á þeim fundi sat ég einn hjá við afgreiðslu málsins. Það dylst engum sem skoðar tillöguna að byggingarmagn ofanjarðar upp á 53.000m2 og upp á allt að 13 hæðir á þessum reit er allt of langt seilst í nýtingu. Það er heldur ekki í nokkru samræmi við umhverfið eða hugmyndir okkar íbúa um eðlilega þéttingu byggðar og lifandi samfélag. Covid 19 kom í veg fyrir að unnt væri að kynna tillöguna í venjubundnu kynningarferli. Hún var því kynnt á vef Kópavogsbæjar, auglýst í Fréttablaðinu og á rafrænum kynningarfundi. Hraðinn í ferlinu er hins vegar óskiljanlegur, bæði í ljósi þess að Hamraborgin er hjarta bæjarins og miðja höfuðborgarsvæðisins og þess að Kópavogsbúar vilja raunverulega hafa á því skoðun hvernig nærumhverfið þeirra og „hjarta“ bæjarins byggist upp. Það er því með öllu óásættanlegt að keyra málið í gegn á ógnarhraða á tímum þegar Covid ógn hamlar íbúum aðkomu að ferlinu. Íbúar kalla á aukið og virkt samráð og það er okkar kjörinna fulltrúa að sinna því kalli. Bæjarstjórn Kópavogs hefur markað sér stefnu til 2030 sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hugmyndinni um sjálfbært samfélag er falin trygging fyrir tækifærum fyrir alla til áhrifa og að íbúar eru virkjaðir til ákvarðanatöku. Það er engin ástæða til að missa sjónar á þessum markmiðum og veita afslátt af lýðræðinu. Þvert á móti ætti að herða á þeirri tryggingu sem felst í þátttöku íbúa við ákvarðanatöku um stór mál. Við Íslendingar höfum séð nóg af mistökum í skipulagsmálum. Við höfum líka fengið nóg af skorti á samráði við íbúa um skipulagsmál. Breyting og þétting byggðar kallar á aukið samráð við íbúa, íbúasamtök, hagsmunasamtök, rekstraraðila og aðra mögulega hagsmunaaðila. Það eru ekki ný sannindi að samtalið er nauðsynlegt til að ná bestu mögulegu niðurstöðu og það er skýlaus krafa okkar í BF Viðreisn að fólkið sem býr og starfar í bæjarfélaginu hafi tækifæri til að hafa áhrif á mótun og uppbyggingu umhverfis síns. Á fundi skipulagsráðs í síðustu viku kom fram ný vinnslutillaga að deiliskipulaginu. Sú tillaga gefur raunveruleg tækifæri til að skipuleggja svæðið í takti við þarfir og vilja íbúa og hagsmunaaðila. Við fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði – BF Viðreisn, Samfylkingin og Píratar – höfum lagt ríka áherslu á virkt þátttökulýðræði í öllu ferlinu. Við munum ekki gefa neinn afslátt frá því. Höfundur er bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi og fulltrúi í skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur staðið yfir virk umræða meðal Kópavogsbúa um vinnslutillögu að fyrirhuguðu nýju deiliskipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs. Sá hluti er Hamraborg/Fannborg og Traðarreitur vestri. Vinnslutillagan var kynnt í Skipulagsráði um miðjan mars. Á þeim fundi sat ég einn hjá við afgreiðslu málsins. Það dylst engum sem skoðar tillöguna að byggingarmagn ofanjarðar upp á 53.000m2 og upp á allt að 13 hæðir á þessum reit er allt of langt seilst í nýtingu. Það er heldur ekki í nokkru samræmi við umhverfið eða hugmyndir okkar íbúa um eðlilega þéttingu byggðar og lifandi samfélag. Covid 19 kom í veg fyrir að unnt væri að kynna tillöguna í venjubundnu kynningarferli. Hún var því kynnt á vef Kópavogsbæjar, auglýst í Fréttablaðinu og á rafrænum kynningarfundi. Hraðinn í ferlinu er hins vegar óskiljanlegur, bæði í ljósi þess að Hamraborgin er hjarta bæjarins og miðja höfuðborgarsvæðisins og þess að Kópavogsbúar vilja raunverulega hafa á því skoðun hvernig nærumhverfið þeirra og „hjarta“ bæjarins byggist upp. Það er því með öllu óásættanlegt að keyra málið í gegn á ógnarhraða á tímum þegar Covid ógn hamlar íbúum aðkomu að ferlinu. Íbúar kalla á aukið og virkt samráð og það er okkar kjörinna fulltrúa að sinna því kalli. Bæjarstjórn Kópavogs hefur markað sér stefnu til 2030 sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hugmyndinni um sjálfbært samfélag er falin trygging fyrir tækifærum fyrir alla til áhrifa og að íbúar eru virkjaðir til ákvarðanatöku. Það er engin ástæða til að missa sjónar á þessum markmiðum og veita afslátt af lýðræðinu. Þvert á móti ætti að herða á þeirri tryggingu sem felst í þátttöku íbúa við ákvarðanatöku um stór mál. Við Íslendingar höfum séð nóg af mistökum í skipulagsmálum. Við höfum líka fengið nóg af skorti á samráði við íbúa um skipulagsmál. Breyting og þétting byggðar kallar á aukið samráð við íbúa, íbúasamtök, hagsmunasamtök, rekstraraðila og aðra mögulega hagsmunaaðila. Það eru ekki ný sannindi að samtalið er nauðsynlegt til að ná bestu mögulegu niðurstöðu og það er skýlaus krafa okkar í BF Viðreisn að fólkið sem býr og starfar í bæjarfélaginu hafi tækifæri til að hafa áhrif á mótun og uppbyggingu umhverfis síns. Á fundi skipulagsráðs í síðustu viku kom fram ný vinnslutillaga að deiliskipulaginu. Sú tillaga gefur raunveruleg tækifæri til að skipuleggja svæðið í takti við þarfir og vilja íbúa og hagsmunaaðila. Við fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði – BF Viðreisn, Samfylkingin og Píratar – höfum lagt ríka áherslu á virkt þátttökulýðræði í öllu ferlinu. Við munum ekki gefa neinn afslátt frá því. Höfundur er bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi og fulltrúi í skipulagsráði.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun