Covid-19 er Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson skrifar 3. apríl 2020 14:08 Það eru ýmis líkindi með Tsjernobyl-slysinu 1986 og Covid-19 faraldrinum nú - enda óvinurinn í báðum tilvikum ósýnilegur. Í Tsjernobyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarnorkuverið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið „Chernobyl liquidizers" og létust margir þeirra úr geislun og afleiðingum hennar. Síðar voru þessir einstaklingar gerðir að þjóðhetjum og fjölskyldur þeirra fengu bætur - enda talið að aðgerðirnar hafi bjargað óteljandi mannslífum um gjörvalla Evrópu. Það er enginn sem sérstaklega óskar eftir því að annast sýkta Covid-19 sjúklinga, sjúkdóm sem þú getur fengið sjálfur og verið banvænn. Fáir eru í meiri smithættu en heilbrigðisstarfsfólk, en á Ítalíu eru þeir t.d. 9% Covid-smitaðra. En þetta gerum við samt - enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hugsjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunarfræðingana, sem eru öðrum fremur „slökkviliðsmenn" (liquidizer) Covid-19 faraldursins. Það er með ólíkindum að stjórnvöld ætli að láta það viðgangast að skerða laun þeirra í þessu ástandi. Og það í miðju slökkvistarfi - þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð hámarki. Hvílíkur roluháttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði - og í staðinn borga þeim og öðrum í framlínunni launabætur fyrir álagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og það alls ekki sjálfgefið að fórna eigin heilsu fyrir hugsjónina eina saman. Höfundur er prófessor í skurðlækningum. Pistill birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það eru ýmis líkindi með Tsjernobyl-slysinu 1986 og Covid-19 faraldrinum nú - enda óvinurinn í báðum tilvikum ósýnilegur. Í Tsjernobyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarnorkuverið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið „Chernobyl liquidizers" og létust margir þeirra úr geislun og afleiðingum hennar. Síðar voru þessir einstaklingar gerðir að þjóðhetjum og fjölskyldur þeirra fengu bætur - enda talið að aðgerðirnar hafi bjargað óteljandi mannslífum um gjörvalla Evrópu. Það er enginn sem sérstaklega óskar eftir því að annast sýkta Covid-19 sjúklinga, sjúkdóm sem þú getur fengið sjálfur og verið banvænn. Fáir eru í meiri smithættu en heilbrigðisstarfsfólk, en á Ítalíu eru þeir t.d. 9% Covid-smitaðra. En þetta gerum við samt - enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hugsjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunarfræðingana, sem eru öðrum fremur „slökkviliðsmenn" (liquidizer) Covid-19 faraldursins. Það er með ólíkindum að stjórnvöld ætli að láta það viðgangast að skerða laun þeirra í þessu ástandi. Og það í miðju slökkvistarfi - þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð hámarki. Hvílíkur roluháttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði - og í staðinn borga þeim og öðrum í framlínunni launabætur fyrir álagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og það alls ekki sjálfgefið að fórna eigin heilsu fyrir hugsjónina eina saman. Höfundur er prófessor í skurðlækningum. Pistill birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar