Saman í sókn um allt land Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 11. maí 2020 19:30 Það er ljóst að heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuaðila á landinu öllu. Það skiptir því öllu máli hvernig stjórnvöld veita viðspyrnu og hvernig stjórnvöld skapa aðstæður þannig að vel takist til. Íslandsstofa auglýsti útboð vegna markaðsverkefnis Saman í sókn en því er ætlað að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Nú hafa 15 fyrirtæki sent inn umsóknir og eru sjö þeirra íslensk og átta erlend. Það er vonandi að þeir sem taka ákvörðun um hverjir komi til greina til að kynna land og þjóð hafi það hugfast að nú er tækifæri til þess að hugsa út fyrir suðvesturhornið, tækifæri til þess að nýta fleiri gáttir til landsins. Í þessu sambandi má benda á að nokkur fjöldi ferðamanna kemur til landsins með Norrænu á Seyðisfirði ásamt því að alþjóðaflugvellir eru á Egilsstöðum og á Akureyri og hefur reglulegt millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli skilað töluverðum fjármunum eða um einum milljarði inn í hagkerfið og það munar um minna. Fyrir Alþingi liggur tillaga okkar þingmanna í Miðflokknum um að verð á eldsneyti í millilandaflugi lækki þannig að eldsneytisverð til millilandaflugs verði það sama um allt land. Slík breyting mun styrkja stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og ýta undir dreifingu ferðamanna um landið. Það merkilega er að þessi tillaga er nú flutt í þriðja sinn þar sem hún hefur ekki náð fram að ganga þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst vilja sínum til þess að efla ferðaþjónustu á landinu. Meira að segja var því haldið fram að tillagan væri óþörf þegar hún var lögð fram í annað sinn þar sem starfshópur á vegum sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra væri að vinna að sömu tillögu og átti að skila niðurstöðu í lok árs 2018. Það var því nokkuð ánægjulegt, allavega um stund að sjá á dögunum framkomið frumvarp sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, sem hefur þann tilgang að tryggja framboð og sambærilegt verð á olíuvörum sem ætlaðar eru til notkunar innan lands, óháð staðsetningu sölustaða olíuvara. En ánægjan varði ekki lengi þar sem þetta frumvarp nær ekki til jöfnunar eldsneytiskostnaðar vegna millilandaflugs á Egilsstöðum og Akureyri. En það hefði einmitt átt að taka það með núna og sérstaklega núna þegar við höfum tækifæri til þess að stokka spilin upp á nýtt. Vitað er að stækka þarf flugstöðina á Akureyri og gera þarf úrbætur á vellinum á Egilsstöðum og það fjármagn sem sett var fram til þeirra verka vegna faraldursins mun engan veginn duga, meira þarf til. Stjórnvöld verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að undirbúa grunninn, jöfnun eldsneytiskostnaðar skiptir máli og markaðsátakið Saman í sókn mun ekki skila þeim árangri sem að er stefnt nema að grunnurinn verði í lagi um allt land. Það verður að búa svo um hnútana að öflugir ferðaþjónustuaðilar geti byggt upp þjónustuna og þar með markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega af stað á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Það er ljóst að heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuaðila á landinu öllu. Það skiptir því öllu máli hvernig stjórnvöld veita viðspyrnu og hvernig stjórnvöld skapa aðstæður þannig að vel takist til. Íslandsstofa auglýsti útboð vegna markaðsverkefnis Saman í sókn en því er ætlað að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Nú hafa 15 fyrirtæki sent inn umsóknir og eru sjö þeirra íslensk og átta erlend. Það er vonandi að þeir sem taka ákvörðun um hverjir komi til greina til að kynna land og þjóð hafi það hugfast að nú er tækifæri til þess að hugsa út fyrir suðvesturhornið, tækifæri til þess að nýta fleiri gáttir til landsins. Í þessu sambandi má benda á að nokkur fjöldi ferðamanna kemur til landsins með Norrænu á Seyðisfirði ásamt því að alþjóðaflugvellir eru á Egilsstöðum og á Akureyri og hefur reglulegt millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli skilað töluverðum fjármunum eða um einum milljarði inn í hagkerfið og það munar um minna. Fyrir Alþingi liggur tillaga okkar þingmanna í Miðflokknum um að verð á eldsneyti í millilandaflugi lækki þannig að eldsneytisverð til millilandaflugs verði það sama um allt land. Slík breyting mun styrkja stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og ýta undir dreifingu ferðamanna um landið. Það merkilega er að þessi tillaga er nú flutt í þriðja sinn þar sem hún hefur ekki náð fram að ganga þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst vilja sínum til þess að efla ferðaþjónustu á landinu. Meira að segja var því haldið fram að tillagan væri óþörf þegar hún var lögð fram í annað sinn þar sem starfshópur á vegum sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra væri að vinna að sömu tillögu og átti að skila niðurstöðu í lok árs 2018. Það var því nokkuð ánægjulegt, allavega um stund að sjá á dögunum framkomið frumvarp sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, sem hefur þann tilgang að tryggja framboð og sambærilegt verð á olíuvörum sem ætlaðar eru til notkunar innan lands, óháð staðsetningu sölustaða olíuvara. En ánægjan varði ekki lengi þar sem þetta frumvarp nær ekki til jöfnunar eldsneytiskostnaðar vegna millilandaflugs á Egilsstöðum og Akureyri. En það hefði einmitt átt að taka það með núna og sérstaklega núna þegar við höfum tækifæri til þess að stokka spilin upp á nýtt. Vitað er að stækka þarf flugstöðina á Akureyri og gera þarf úrbætur á vellinum á Egilsstöðum og það fjármagn sem sett var fram til þeirra verka vegna faraldursins mun engan veginn duga, meira þarf til. Stjórnvöld verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að undirbúa grunninn, jöfnun eldsneytiskostnaðar skiptir máli og markaðsátakið Saman í sókn mun ekki skila þeim árangri sem að er stefnt nema að grunnurinn verði í lagi um allt land. Það verður að búa svo um hnútana að öflugir ferðaþjónustuaðilar geti byggt upp þjónustuna og þar með markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega af stað á ný.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun