Tuttugu sjúklingar í þúsund rúma sjúkraskipi Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 10:52 Einungis tuttugu sjúklingar voru um borð í USNS Comfort í gærkvöldi. Þar er pláss fyrir um þúsund sjúklinga. AP/Seth Wenig Sjúkraskipið USNS Comfort átti að létta undir með heilbrigðiskerfi New York borgar þar sem umfangsmikil útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefur sett mikið álag á sjúkrahús. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð í skipinu og um 1.200 manns í áhöfn þess. Þar voru í gærkvöldi tuttugu sjúklingar og forsvarsmenn sjúkrahúsa í borginni eru æfir. Þeir segja veru skipsins við bryggju í New York vera brandara og sjónarspil. Aldrei stóð til að flytja fólk með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, um borð í skipið, heldur átti áhöfn þess að sinna öðrum störfum og taka á móti hefðbundnum sjúklingum. Skriffinnska og reglur herafla Bandaríkjanna hafa þó komið í veg fyrir hægt sé að leggja marga þar inn. Samkvæmt frétt New York Times hefur sjóherinn neitað að taka á móti sjúklingum vegna minnst 49 mismunandi veikinda eða áverka. Þá mega sjúkrabílar ekki flytja sjúklinga beint til skipsins. Fyrst þarf að flytja þá á hefðbundið sjúkrahús þar sem þeir þurfa að undirgangast langt skoðunarferli, þar sem meðal annars þarf að ganga úr skugga um að þeir séu ekki með Covid-19, áður en flytja má sjúklingana um borð í skipið. Gjörgæslusjúklingum fjölgað gífurlega Michael Dowling, sem stýrir stærstu keðju sjúkrahúsa í New York, segist hafa þurft að rífa sjúkrahús í tætlur til að finna rými sem hægt hafi verið að breyta í sjúkradeildir. Frá 20. mars hafi sjúklingum með Covid-19 fjölgað úr hundrað í um 2.800 og um fjórðungur þeirra sé í alvarlegu ástandi í gjörgæslurými. Íbúar New York tóku USNS Comfort fagnandi.AP/Kathy Willens Víðsvegar um borgina eru sjúkrahús og starfsmenn þeirra að kikna undan álaginu. Fólk hefur dáið á göngum sjúkrahúsa áður en hægt hefur verið að tengja þau við einhverjar af þeim fáu öndunarvélum sem eru í boði. Heilbrigðisstarfsmenn hafa þar að auki þurft að nota sama gamla hlífðarbúnaðinn aftur og aftur og sífellt fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar veikjast. Svo margir eru að deyja í New York að borgin er að verða uppiskroppa með líkpoka. „Ef ég á að segja eins og er, þá er þetta brandari,“ segir Dowling við NYT. Hann sagði stöðuna vera fáránlega. Eina leiðin sé að opna Comfort fyrir sjúklinga með Covid-19. „Ef þið ætlið ekki að hjálpa okkur með fólkið sem við þurfum hjálp með, hver er þá tilgangurinn?“ Ekki klippt og skorið Vararmálaráðuneyti Bandaríkjanna svaraði fyrirspurn NYT um málið með því að vísa í ummæli Donald Trump, forseta og æðsta yfirmanns hersins, um að engum sjúklingum með Covid verði hleypt um borð. Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, tilkynnti þó í gærkvöldi að hann hefði rætt við Trump um að opna aðra starfsstöð hersins í Manhattan fyrir fólki með Covid-19. Þar eru um 2.500 sjúkrarými. Trump samþykkti það en engar fregnir hafa borist um breytingar varðandi Comfort. Það að hleypa fólki með Covid-19 um borð er þó í raun ekki sjálfsagður hlutur. Áhöfn skipsins er þjálfuð í því að hlúa að ungum hermönnum með skotsár og meiðsl vegna sprenginga, sem eru þó að öðru leyi heilsuhraustir. Þá er skipið hannað með það í huga og pláss er ekki mikið um borð. Útbreiðsla þar um borð gæti gert áhöfn skipsins óstarfhæfa á mjög skömmum tíma. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Sjúkraskipið USNS Comfort átti að létta undir með heilbrigðiskerfi New York borgar þar sem umfangsmikil útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefur sett mikið álag á sjúkrahús. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð í skipinu og um 1.200 manns í áhöfn þess. Þar voru í gærkvöldi tuttugu sjúklingar og forsvarsmenn sjúkrahúsa í borginni eru æfir. Þeir segja veru skipsins við bryggju í New York vera brandara og sjónarspil. Aldrei stóð til að flytja fólk með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, um borð í skipið, heldur átti áhöfn þess að sinna öðrum störfum og taka á móti hefðbundnum sjúklingum. Skriffinnska og reglur herafla Bandaríkjanna hafa þó komið í veg fyrir hægt sé að leggja marga þar inn. Samkvæmt frétt New York Times hefur sjóherinn neitað að taka á móti sjúklingum vegna minnst 49 mismunandi veikinda eða áverka. Þá mega sjúkrabílar ekki flytja sjúklinga beint til skipsins. Fyrst þarf að flytja þá á hefðbundið sjúkrahús þar sem þeir þurfa að undirgangast langt skoðunarferli, þar sem meðal annars þarf að ganga úr skugga um að þeir séu ekki með Covid-19, áður en flytja má sjúklingana um borð í skipið. Gjörgæslusjúklingum fjölgað gífurlega Michael Dowling, sem stýrir stærstu keðju sjúkrahúsa í New York, segist hafa þurft að rífa sjúkrahús í tætlur til að finna rými sem hægt hafi verið að breyta í sjúkradeildir. Frá 20. mars hafi sjúklingum með Covid-19 fjölgað úr hundrað í um 2.800 og um fjórðungur þeirra sé í alvarlegu ástandi í gjörgæslurými. Íbúar New York tóku USNS Comfort fagnandi.AP/Kathy Willens Víðsvegar um borgina eru sjúkrahús og starfsmenn þeirra að kikna undan álaginu. Fólk hefur dáið á göngum sjúkrahúsa áður en hægt hefur verið að tengja þau við einhverjar af þeim fáu öndunarvélum sem eru í boði. Heilbrigðisstarfsmenn hafa þar að auki þurft að nota sama gamla hlífðarbúnaðinn aftur og aftur og sífellt fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar veikjast. Svo margir eru að deyja í New York að borgin er að verða uppiskroppa með líkpoka. „Ef ég á að segja eins og er, þá er þetta brandari,“ segir Dowling við NYT. Hann sagði stöðuna vera fáránlega. Eina leiðin sé að opna Comfort fyrir sjúklinga með Covid-19. „Ef þið ætlið ekki að hjálpa okkur með fólkið sem við þurfum hjálp með, hver er þá tilgangurinn?“ Ekki klippt og skorið Vararmálaráðuneyti Bandaríkjanna svaraði fyrirspurn NYT um málið með því að vísa í ummæli Donald Trump, forseta og æðsta yfirmanns hersins, um að engum sjúklingum með Covid verði hleypt um borð. Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, tilkynnti þó í gærkvöldi að hann hefði rætt við Trump um að opna aðra starfsstöð hersins í Manhattan fyrir fólki með Covid-19. Þar eru um 2.500 sjúkrarými. Trump samþykkti það en engar fregnir hafa borist um breytingar varðandi Comfort. Það að hleypa fólki með Covid-19 um borð er þó í raun ekki sjálfsagður hlutur. Áhöfn skipsins er þjálfuð í því að hlúa að ungum hermönnum með skotsár og meiðsl vegna sprenginga, sem eru þó að öðru leyi heilsuhraustir. Þá er skipið hannað með það í huga og pláss er ekki mikið um borð. Útbreiðsla þar um borð gæti gert áhöfn skipsins óstarfhæfa á mjög skömmum tíma.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02
Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26