Regnskógur gæti breyst úr kolefnisforða í uppsprettu Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 11:22 Regnskógar Afríku binda mikið magn kolefnis. Áhrif loftslagsbreytinga takmarka nú vöxt trjáa og að óbreyttu gæti skógarnir byrjað að losa meira kolefni en þeir binda á næstu áratugum. Vísir/Getty Hlýrra og þurrara loftslag hefur dregið úr getu regnskógarins í Mið-Afríku til að draga í sig kolefni. Með sömu þróun gætu stærstu regnskógar heims byrjað að losa meira kolefni út í andrúmsloft jarðar en þeir binda og magnað þannig upp hnattræna hlýnun af völdum manna. Menn þyrftu þá að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en ella. Regnskógar taka upp og binda gríðarlegt magn kolefnis úr andrúmsloftinu. Áætlað er að þeir hafi tekið við um 17% þess koltvísýrings sem menn hafa losað frá 10. áratug síðustu aldar og þannig hægt á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gögn sem voru birt í nýrri rannsókn í vísindaritinu Nature í gær benda til þess að regnskógar í hitabeltinu sem eru ósnortnir af athöfnum manna dragi ekki lengur í sig kolefni sem menn dæla út í andrúmsloftið í eins stórum stíl og þeir gerðu áður. Nú taka þeir aðeins við um 6% losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstöðurnar benda til þess að árið 2030 muni afríski regnskógurinn taka upp 14% minna af koltvísýringi en hann gerði fyrir tíu til fimmtán árum. Ástæðan er talin sú að meiri hiti og þurrkur, tilkominn vegna loftslagsbreytinga af völdum manna, takmarki nú vöxt trjánna. Það ásamt ágangi vegna skógarhöggs og landbúnaðar dregur úr kolefnisbindingu skóganna. Haldi áfram sem horfir mun kolefnisbinding Amasonregnskógarins stöðvast fyrir árið 2035. Fyrir miðja öldina gætu ósnortnir skógar í Afríku, Amason og Asíu byrjað að losa meira kolefni en þeir binda. Þannig færu skógarnir að stuðla að áframhaldandi loftslagsbreytingum í stað þess að halda aftur af þeim. „Við komumst að því að ein alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga eru þegar hafin. Þetta er áratugum á undan jafnvel svartsýnustu loftslagslíkönum,“ segir Simon Lewis, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi sem er einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, við The Guardian. Kolefnisbinding hóf að skerðast um 2010 Washington Post segir að niðurstöður vísindamannana séu í mótsögn við líkön loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem gera ráð fyrir því að regnskógar Kongó verði áfram kolefnisforði um margra áratuga skeið enn. Vísindamenn hafa engu að síður lengi varað við því að vaxandi hlýnun og minnkandi úrkoma ætti eftir að takmarka getu skóga til þess að halda áfram að taka við kolefni. Nýja rannsóknin staðfestir það. Hún bendir til þess að regnskógurinn í Kongósviðinu í Afríku hafi tekið upp svipað magn kolefnis í tvo áratugi. Hluti trjánna hafi byrjað að missa getuna til að binda kolefni í kringum 2010. Líkt og annar staðar eru trén í regnskógum Afríku sögð hafa notið góðs af auknum styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu sem er tilkominn vegna stórfelldrar losunar manna frá upphafi iðnbyltingar. Hitinn og þurrkurinn sem aukinn styrkur koltvísýrings veldur grefur aftur á móti undan þeim ávinningi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að Amasonregnskógurinn gangi í gegnum sams konar breytingar. Ósnortinn skógur þar tók um 30% minna kolefni á fyrsta áratug þessarar aldar en hann gerði á síðasta áratug þeirrar síðustu. Skógarnir í Mið-Afríku eru svalari og því er þróunin þar talin um 10-20 árum á eftir Amasonskóginum. Gangi spárnar um öfugþróun í kolefnisbindingu regnskóga eftir þurfa ríki heims að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en nú stendur til ef halda á hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem ríkin hafa ákveðið að þau geti lifað með og samþykkt voru í Parísarsamkomulaginu. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Hlýrra og þurrara loftslag hefur dregið úr getu regnskógarins í Mið-Afríku til að draga í sig kolefni. Með sömu þróun gætu stærstu regnskógar heims byrjað að losa meira kolefni út í andrúmsloft jarðar en þeir binda og magnað þannig upp hnattræna hlýnun af völdum manna. Menn þyrftu þá að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en ella. Regnskógar taka upp og binda gríðarlegt magn kolefnis úr andrúmsloftinu. Áætlað er að þeir hafi tekið við um 17% þess koltvísýrings sem menn hafa losað frá 10. áratug síðustu aldar og þannig hægt á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gögn sem voru birt í nýrri rannsókn í vísindaritinu Nature í gær benda til þess að regnskógar í hitabeltinu sem eru ósnortnir af athöfnum manna dragi ekki lengur í sig kolefni sem menn dæla út í andrúmsloftið í eins stórum stíl og þeir gerðu áður. Nú taka þeir aðeins við um 6% losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstöðurnar benda til þess að árið 2030 muni afríski regnskógurinn taka upp 14% minna af koltvísýringi en hann gerði fyrir tíu til fimmtán árum. Ástæðan er talin sú að meiri hiti og þurrkur, tilkominn vegna loftslagsbreytinga af völdum manna, takmarki nú vöxt trjánna. Það ásamt ágangi vegna skógarhöggs og landbúnaðar dregur úr kolefnisbindingu skóganna. Haldi áfram sem horfir mun kolefnisbinding Amasonregnskógarins stöðvast fyrir árið 2035. Fyrir miðja öldina gætu ósnortnir skógar í Afríku, Amason og Asíu byrjað að losa meira kolefni en þeir binda. Þannig færu skógarnir að stuðla að áframhaldandi loftslagsbreytingum í stað þess að halda aftur af þeim. „Við komumst að því að ein alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga eru þegar hafin. Þetta er áratugum á undan jafnvel svartsýnustu loftslagslíkönum,“ segir Simon Lewis, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi sem er einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, við The Guardian. Kolefnisbinding hóf að skerðast um 2010 Washington Post segir að niðurstöður vísindamannana séu í mótsögn við líkön loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem gera ráð fyrir því að regnskógar Kongó verði áfram kolefnisforði um margra áratuga skeið enn. Vísindamenn hafa engu að síður lengi varað við því að vaxandi hlýnun og minnkandi úrkoma ætti eftir að takmarka getu skóga til þess að halda áfram að taka við kolefni. Nýja rannsóknin staðfestir það. Hún bendir til þess að regnskógurinn í Kongósviðinu í Afríku hafi tekið upp svipað magn kolefnis í tvo áratugi. Hluti trjánna hafi byrjað að missa getuna til að binda kolefni í kringum 2010. Líkt og annar staðar eru trén í regnskógum Afríku sögð hafa notið góðs af auknum styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu sem er tilkominn vegna stórfelldrar losunar manna frá upphafi iðnbyltingar. Hitinn og þurrkurinn sem aukinn styrkur koltvísýrings veldur grefur aftur á móti undan þeim ávinningi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að Amasonregnskógurinn gangi í gegnum sams konar breytingar. Ósnortinn skógur þar tók um 30% minna kolefni á fyrsta áratug þessarar aldar en hann gerði á síðasta áratug þeirrar síðustu. Skógarnir í Mið-Afríku eru svalari og því er þróunin þar talin um 10-20 árum á eftir Amasonskóginum. Gangi spárnar um öfugþróun í kolefnisbindingu regnskóga eftir þurfa ríki heims að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en nú stendur til ef halda á hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem ríkin hafa ákveðið að þau geti lifað með og samþykkt voru í Parísarsamkomulaginu.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira