Óttast að missa tökin á öldungadeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 11:29 Mitch McConnell leiðir Repúblikanaflokkinn í öldungadeildinni. EPA/MICHAEL REYNOLDS Repúblikanar óttast að missa meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Kannanir sýna að Demókrötum hefur vaxið ásmegin og viðbrögð Donald Trump, forseta, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Eins og staðan er núna eru Repúblikanar í meirihluta með 53 öldungadeildarþingmenn og Demókratar með 47. Til að ná meirihluta þurfa Demókratar því að velta fjórum þingmönnum Repúblikanaflokksins úr sessi, eða þremur, ef Trump tapar baráttunni um Hvíta húsið og næsti varaforseti verður Demókrati. Varaforseti Bandaríkjanna á úrslitatkvæði ef atkvæðagreiðsla endar í jafntefli, ef svo má að orði komast. Frambjóðendur Demókrataflokksins hafa safnað mun meiri peningum það sem af er af þessu ári en frambjóðendur Repúblikanaflokksins og þykir það til marks um meiri góðvild í garð flokksins. Þó forsetinn sé kannski óvinsæll á landsvísu um þessar mundir, þykir ljóst að það borgar sig ekki fyrir frambjóðendur að tala gegn honum. Trump er enn gífurlega áhrifamikill þegar kemur að kjósendum Repúblikanaflokksins og þeir sem tala gegn Trump tekst ekki að sigra prófkjör og missa jafnvel stuðning flokksins. Almenningi í Bandaríkjunum þykir Trump ekki hafa brugðist vel við faraldri nýju kórónuveirunnar, sé mark tekið af skoðanakönnunum.EPA/Doug Mills Til marks um það sagði Politico frá því nýverið að þingmenn flokksins hafi fengið minnisblað þar sem þeim var ráðlagt að hætta að verja Trump, varðandi viðbrögð hans við veirunni, og þess í stað einbeita sér að því að kenna Kínverjum um faraldurinn. Repúblikanar á þingi ítrekuðu fljótt eftir að fréttin var birt að þeir stæðu þétt við bakið á Trump. Telja að ástandið verði betra í nóvember Einn viðmælandi Washington Post innan Repúblikanaflokksins segir stöðuna ekki góða. Öll umræðan snúist að Trump og það sé slæmur staður fyrir Repúblikana að vera á. Hins vegar muni það ekki vara að eilífu. Repúblikanar eru nefnilega bjartsýnir á að staða þeirra muni skána til muna þegar Bandaríkin, og heimurinn, færast aftur í fyrra horf og efnahagurinn tekur kipp, eins og þeir búast við á næstu sex mánuðum. Það er þó alfarið óljóst hvert framhaldið verður. Nú eru minnst 79.528 dánir í vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og er talið að þeim muni fjölga talsvert á næstu vikum og mánuðum. Þá stendur til að slaka á viðmiðum varðandi félagsforðun og takmörkunum víða og er óttast að þannig muni smitum fjölga hraðar. Kosið um 35 sæti Kosið verður um 35 öldungadeildarsæti í nóvember og eru Repúblikanar að verjast í 23 þeirra. Susan Collins í Maine og Thom Thillis í Norður-Karólínu eru í hvað verstri stöðu og þar að auki telja sérfræðingar Repúblikanaflokksins nánast öruggt að Cory Gardner muni tapap sæti sínu í Colorado. Demókratar hafa þar að auki beint sjónum sínum að Arizona en Demókratar munu án efa tapa minnst einu sæti. Það er sæti Doug Jones í Alabama. Demókrötum hefur einnig vaxið ásmegin í Montana þar sem frambjóðandi flokksins hefur verið að saxa á fylgi Steve Daines, þingmanns Repúblikanaflokksins. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. 10. maí 2020 23:51 Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. 9. maí 2020 21:07 Sérfræðingum ýtt til hliðar Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar. 7. maí 2020 12:17 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Repúblikanar óttast að missa meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Kannanir sýna að Demókrötum hefur vaxið ásmegin og viðbrögð Donald Trump, forseta, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Eins og staðan er núna eru Repúblikanar í meirihluta með 53 öldungadeildarþingmenn og Demókratar með 47. Til að ná meirihluta þurfa Demókratar því að velta fjórum þingmönnum Repúblikanaflokksins úr sessi, eða þremur, ef Trump tapar baráttunni um Hvíta húsið og næsti varaforseti verður Demókrati. Varaforseti Bandaríkjanna á úrslitatkvæði ef atkvæðagreiðsla endar í jafntefli, ef svo má að orði komast. Frambjóðendur Demókrataflokksins hafa safnað mun meiri peningum það sem af er af þessu ári en frambjóðendur Repúblikanaflokksins og þykir það til marks um meiri góðvild í garð flokksins. Þó forsetinn sé kannski óvinsæll á landsvísu um þessar mundir, þykir ljóst að það borgar sig ekki fyrir frambjóðendur að tala gegn honum. Trump er enn gífurlega áhrifamikill þegar kemur að kjósendum Repúblikanaflokksins og þeir sem tala gegn Trump tekst ekki að sigra prófkjör og missa jafnvel stuðning flokksins. Almenningi í Bandaríkjunum þykir Trump ekki hafa brugðist vel við faraldri nýju kórónuveirunnar, sé mark tekið af skoðanakönnunum.EPA/Doug Mills Til marks um það sagði Politico frá því nýverið að þingmenn flokksins hafi fengið minnisblað þar sem þeim var ráðlagt að hætta að verja Trump, varðandi viðbrögð hans við veirunni, og þess í stað einbeita sér að því að kenna Kínverjum um faraldurinn. Repúblikanar á þingi ítrekuðu fljótt eftir að fréttin var birt að þeir stæðu þétt við bakið á Trump. Telja að ástandið verði betra í nóvember Einn viðmælandi Washington Post innan Repúblikanaflokksins segir stöðuna ekki góða. Öll umræðan snúist að Trump og það sé slæmur staður fyrir Repúblikana að vera á. Hins vegar muni það ekki vara að eilífu. Repúblikanar eru nefnilega bjartsýnir á að staða þeirra muni skána til muna þegar Bandaríkin, og heimurinn, færast aftur í fyrra horf og efnahagurinn tekur kipp, eins og þeir búast við á næstu sex mánuðum. Það er þó alfarið óljóst hvert framhaldið verður. Nú eru minnst 79.528 dánir í vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og er talið að þeim muni fjölga talsvert á næstu vikum og mánuðum. Þá stendur til að slaka á viðmiðum varðandi félagsforðun og takmörkunum víða og er óttast að þannig muni smitum fjölga hraðar. Kosið um 35 sæti Kosið verður um 35 öldungadeildarsæti í nóvember og eru Repúblikanar að verjast í 23 þeirra. Susan Collins í Maine og Thom Thillis í Norður-Karólínu eru í hvað verstri stöðu og þar að auki telja sérfræðingar Repúblikanaflokksins nánast öruggt að Cory Gardner muni tapap sæti sínu í Colorado. Demókratar hafa þar að auki beint sjónum sínum að Arizona en Demókratar munu án efa tapa minnst einu sæti. Það er sæti Doug Jones í Alabama. Demókrötum hefur einnig vaxið ásmegin í Montana þar sem frambjóðandi flokksins hefur verið að saxa á fylgi Steve Daines, þingmanns Repúblikanaflokksins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. 10. maí 2020 23:51 Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. 9. maí 2020 21:07 Sérfræðingum ýtt til hliðar Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar. 7. maí 2020 12:17 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. 10. maí 2020 23:51
Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. 9. maí 2020 21:07
Sérfræðingum ýtt til hliðar Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar. 7. maí 2020 12:17