Biden snýr við taflinu Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2020 10:46 Joe Biden er að öllum líkindum kominn fram úr Bernie Sanders varðandi landsfundarfulltrúa. AP/Marcio Jose Sanchez Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. Ekki er mánuður síðan framboð hans þótti svo til gott sem búið en með einkar góðri frammistöðu á ofurþriðjudeginum svokallaða hefur Biden nú gert forvalið að tveggja manna keppni á milli hans og öldungadeildarþingmannsins Bernie Sanders. Samhliða aukinni velgengni hans hafa bandamenn Donald Trump, forseta, beint spjótum sínum aftur að Biden. Biden bar sigur úr býtum í minnst níu ríkjum af fjórtán og Sanders í fjórum. Enn er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Maine, þar sem Biden er líklegri til að sigra, og í Kaliforníu, þar sem Sanders er með töluvert forskot. Biden fær líklega fleiri fulltrúa Þá er ekki ljóst þegar þetta er skrifað hvernig landsfundarfulltrúar munu dreifast á frambjóðendurna en sú vinna gæti tekið nokkurn tíma. Í Kaliforníu, þar sem keppt var um 415 fulltrúa, er mögulegt að talningu ljúki ekki fyrr en í apríl. Líklega mun Biden þó fá fleiri fulltrúa en Sanders, miðað við greiningu fjölmiðla vestanhafs. Hægagangur við talningu einkennist að miklu leyti við ríki í vestanverðum Bandaríkjunum og gæti það komið niður á Sanders, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders gekk betur í þeim ríkjum og staðfestar tölur um velgengni Biden í hinum ríkjunum gætu komið niður á framboði Sanders. Greining AP sýnir einnig að Biden græddi verulega á síðustu dögum og flestir kjósendur sem höfðu ekki ákveðið sig fyrir löngu síðan kusu hann. Þar að auki hefur fjáröflun Biden náð nýjum hæðum og mun það hjálpa honum að styrkja framboð sitt á næstu vikum og mánuðum. Bernie Sanders stóð sig ekki eftir væntingum. Warren og Bloomberg á hrakhólum Þau Elizabeth Warren og Mike Bloomberg hljóta að hugsa sinn gang með tilliti til slæms gengis þeirra. Bloomberg hefur lengi lýst sér sem viðskiptamanni sem lætur stjórnast af gögnum. Hvernig sem þú lítur á það, eru gögnin gegn auðkýfingnum. Honum tókst hvergi að sækja almennilegt fylgi, nema þá í amerísku Samóa. Þar vann hann með því að fá 175 atkvæði, eða um helming þeirra atkvæða sem greidd voru. Það er ljóst að að svo stöddu á Bloomberg ekki möguleika á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins. Með tilliti til þess og þeirrar staðreyndar að framboð Bloomberg er til komið vegna spálíkana um að Biden ætti ekki heldur séns, þykir sérstaklega líklegt að Bloomberg hætti framboði sínu á næstunni. Sjálfur sagði Bloomberg þó í gær að hann ætlaði sér ekki að hætta en hann mun funda með ráðgjöfum sínum í dag. Allar líkur eru á því að ef hann taki þá ákvörðun að hætta, muni hann lýsa yfir stuðningi við Biden og jafnvel styrkja hann fjárhagslega. Warren gekk aðeins betur en Bloomberg, en þó bara aðeins. og endaði hún til að mynda í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts. Hún hefur heitið því að halda framboði sínu til streitu en erfitt er að sjá hvernig hún getur réttlætt það með tilliti til slæms gengis hennar. Hún hefur byggt upp nokkuð stórt framboð með rúmlega þúsund starfsmenn en sá rekstur þarfnast fjármuna. Í samtali við Politico segja innanbúðarmenn Warren að andrúmsloftið þar sé þrungið. Framtíð framboðs Elizabeth Warren er óljós. Repúblikanar snúa sér aftur að Biden Joe Biden byrjaði gærdaginn á því að tryggja sér 30 prósentustiga sigur í Virginíu. Það ríki inniheldur mikið af háskólamenntuðu úthverfafólki, sem er sami markhópurinn og gerði Demókrataflokknum kleift að ná meirihluta á fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018. Helstu ráðgjafar Trump voru ánægðir með velgengni Sanders því þeir töldu að hann félli ekki í kramið hjá markhópnum sem nefndur er hér að ofan. Trump hefur ekki fallið í kramið hjá þessum hópi. Repúblikanar voru fljótir að beina spjótum sínum aftur að Biden, eins og þeir gerðu áður en Sanders náði velgengni sinni. Samkvæmt frétt Politico ætla Trump-liðar sér að gera lítið úr andlegri hæfni Biden og er sú herferð þegar byrjuð. Það má sjá á auglýsingu sem birt var á Twittersíðu Repúblikanaflokksins í gær. Þar er grín gert að Biden fyrir að gleyma frægri línu úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Sömuleiðis ætla Repúblikanar að reyna að ýta undir deilur innan Demókrataflokksins með því að segja leiðtoga flokksins reyna að stela tilnefningunni af Sanders. Sjálfur tísti Trump mánudaginn þar sem hann birti myndband frá Fox News þar sem búið var að taka saman ýmis mistök Biden. Sagðist Trump telja að Biden vissi ekki hvaða embætti hann væri að sækjast eftir. Throughout history, our presidents have delivered historic American speeches. Joe Biden just delivers gaffes. pic.twitter.com/jo9dUVFI9c— GOP (@GOP) March 3, 2020 Þá virðist sem að málefni Úkraínu verði aftur dregin fram á sjónarsviðið. Strax eftir að Biden sigraði í forvalinu í Suður-Karólínu fóru Repúblikanar að hóta því að hefja rannsókn á störfum Hunter Biden, sonar Joe Biden, fyrir úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings. Byrja aftur að tala um Úkraínu Repúblikanar hafa nú um nokkuð skeið varpað fram innihaldslausum árásum gegn Biden og sakað hann um að hafa beitt embætti sínu sem varaforseti Bandaríkjanna til að skýla syni sínum fyrir rannsókn yfirvalda í Úkraínu. Sjá einnig: Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Eins og frægt er, var Trump ákærður fyrir embættisbrot eftir að hann þrýsti á forseta Úkraínu að tilkynna að Biden væri til rannsóknar þar í landi vegna málsins. Málið teygir anga sína til 2015 þegar Biden, á vegum Barack Obama fyrrverandi forseta, krafði yfirvöld Úkraínu þess að ríkissaksóknaranum Viktor Shokin yrði vikið úr starfi. Innihaldslausar ásakanir Trump liðar hafa sakað Biden um að þvinga Shokin úr embætti með því markmiði að verja son sinn, Hunter Biden, sem þá var í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma Holdings. Nokkrum árum áður hafði verið opnuð rannsókn á mögulegu fjárþvætti eiganda fyrirtækisins. Það eru engar vísbendingar um að Joe Biden, né Hunter, hafi gert nokkuð saknæmt og ekki er víst hvort að Hunter hafi yfir höfuð verið til rannsóknar. Biden var að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, yfir margra mánaða skeið. Þá segja embættismenn í Úkraínu að rannsóknin gagnvart Burkima hafi verið stöðvuð af Shokin sjálfum, áður en Biden fór að kalla eftir brottrekstri hans. Þar að auki er ljóst að ríkisstjórnir Evrópuríkja og forsvarsmenn alþjóðlegra stofnana sem á þessum tíma studdu Úkraínu gegn Rússlandi, vildu Shokin einnig burt, þar sem hann þótti ekki rannsaka spillingu í Úkraínu nægjanlega vel og var hann jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Það sem meira er, Repúblikanar sjálfir studdu aðgerðir Biden á þeim tíma. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Sanders þarf að gera breytingar Bernie Sanders sigraði ekki í nokkrum ríkjum sem hann hafði bundið vonir sínar við. Þar er um að ræða ríki eins og Minnesota og Massachusetts. Það þykir nokkuð merkilegt að hann tapaði í Minnesota og í Oklahoma en hann bar sigur úr býtum í báðum þeim ríkjum þegar hann bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016. Nú er hann í svipaðri stöðu og þá. Utangarðsmaður með dygga stuðningsmenn og háir baráttu gegn öðrum sterkum frambjóðanda sem studdur er af forkólfum Demókrataflokksins. Þó staða Sanders sé enn sterk er útlit fyrir að hann þurfi að breyta framboði sínu á einhvern hátt til að ná til fleiri kjósenda. Sérstaklega með tilliti til þess að aukin þátttaka í forvalinu virðist ekki vera að skila atkvæðum til Sanders. Til marks um það má benda á Vermont, heimaríki Sanders. Þar var þátttaka hærri en árið 2016. Hins vegar fékk Sanders einungis 51 prósent atkvæða núna, samanborið við 86 prósent árið 2016. Næsta lota í forvalinu fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Þá verða atkvæði greidd í Idaho, Michigan, Mississippi, Missouri, Norður-Dakóta og Washington. Í heildina verða 516 fulltrúar í boði fyrir frambjóðendur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. Ekki er mánuður síðan framboð hans þótti svo til gott sem búið en með einkar góðri frammistöðu á ofurþriðjudeginum svokallaða hefur Biden nú gert forvalið að tveggja manna keppni á milli hans og öldungadeildarþingmannsins Bernie Sanders. Samhliða aukinni velgengni hans hafa bandamenn Donald Trump, forseta, beint spjótum sínum aftur að Biden. Biden bar sigur úr býtum í minnst níu ríkjum af fjórtán og Sanders í fjórum. Enn er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Maine, þar sem Biden er líklegri til að sigra, og í Kaliforníu, þar sem Sanders er með töluvert forskot. Biden fær líklega fleiri fulltrúa Þá er ekki ljóst þegar þetta er skrifað hvernig landsfundarfulltrúar munu dreifast á frambjóðendurna en sú vinna gæti tekið nokkurn tíma. Í Kaliforníu, þar sem keppt var um 415 fulltrúa, er mögulegt að talningu ljúki ekki fyrr en í apríl. Líklega mun Biden þó fá fleiri fulltrúa en Sanders, miðað við greiningu fjölmiðla vestanhafs. Hægagangur við talningu einkennist að miklu leyti við ríki í vestanverðum Bandaríkjunum og gæti það komið niður á Sanders, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders gekk betur í þeim ríkjum og staðfestar tölur um velgengni Biden í hinum ríkjunum gætu komið niður á framboði Sanders. Greining AP sýnir einnig að Biden græddi verulega á síðustu dögum og flestir kjósendur sem höfðu ekki ákveðið sig fyrir löngu síðan kusu hann. Þar að auki hefur fjáröflun Biden náð nýjum hæðum og mun það hjálpa honum að styrkja framboð sitt á næstu vikum og mánuðum. Bernie Sanders stóð sig ekki eftir væntingum. Warren og Bloomberg á hrakhólum Þau Elizabeth Warren og Mike Bloomberg hljóta að hugsa sinn gang með tilliti til slæms gengis þeirra. Bloomberg hefur lengi lýst sér sem viðskiptamanni sem lætur stjórnast af gögnum. Hvernig sem þú lítur á það, eru gögnin gegn auðkýfingnum. Honum tókst hvergi að sækja almennilegt fylgi, nema þá í amerísku Samóa. Þar vann hann með því að fá 175 atkvæði, eða um helming þeirra atkvæða sem greidd voru. Það er ljóst að að svo stöddu á Bloomberg ekki möguleika á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins. Með tilliti til þess og þeirrar staðreyndar að framboð Bloomberg er til komið vegna spálíkana um að Biden ætti ekki heldur séns, þykir sérstaklega líklegt að Bloomberg hætti framboði sínu á næstunni. Sjálfur sagði Bloomberg þó í gær að hann ætlaði sér ekki að hætta en hann mun funda með ráðgjöfum sínum í dag. Allar líkur eru á því að ef hann taki þá ákvörðun að hætta, muni hann lýsa yfir stuðningi við Biden og jafnvel styrkja hann fjárhagslega. Warren gekk aðeins betur en Bloomberg, en þó bara aðeins. og endaði hún til að mynda í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts. Hún hefur heitið því að halda framboði sínu til streitu en erfitt er að sjá hvernig hún getur réttlætt það með tilliti til slæms gengis hennar. Hún hefur byggt upp nokkuð stórt framboð með rúmlega þúsund starfsmenn en sá rekstur þarfnast fjármuna. Í samtali við Politico segja innanbúðarmenn Warren að andrúmsloftið þar sé þrungið. Framtíð framboðs Elizabeth Warren er óljós. Repúblikanar snúa sér aftur að Biden Joe Biden byrjaði gærdaginn á því að tryggja sér 30 prósentustiga sigur í Virginíu. Það ríki inniheldur mikið af háskólamenntuðu úthverfafólki, sem er sami markhópurinn og gerði Demókrataflokknum kleift að ná meirihluta á fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018. Helstu ráðgjafar Trump voru ánægðir með velgengni Sanders því þeir töldu að hann félli ekki í kramið hjá markhópnum sem nefndur er hér að ofan. Trump hefur ekki fallið í kramið hjá þessum hópi. Repúblikanar voru fljótir að beina spjótum sínum aftur að Biden, eins og þeir gerðu áður en Sanders náði velgengni sinni. Samkvæmt frétt Politico ætla Trump-liðar sér að gera lítið úr andlegri hæfni Biden og er sú herferð þegar byrjuð. Það má sjá á auglýsingu sem birt var á Twittersíðu Repúblikanaflokksins í gær. Þar er grín gert að Biden fyrir að gleyma frægri línu úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Sömuleiðis ætla Repúblikanar að reyna að ýta undir deilur innan Demókrataflokksins með því að segja leiðtoga flokksins reyna að stela tilnefningunni af Sanders. Sjálfur tísti Trump mánudaginn þar sem hann birti myndband frá Fox News þar sem búið var að taka saman ýmis mistök Biden. Sagðist Trump telja að Biden vissi ekki hvaða embætti hann væri að sækjast eftir. Throughout history, our presidents have delivered historic American speeches. Joe Biden just delivers gaffes. pic.twitter.com/jo9dUVFI9c— GOP (@GOP) March 3, 2020 Þá virðist sem að málefni Úkraínu verði aftur dregin fram á sjónarsviðið. Strax eftir að Biden sigraði í forvalinu í Suður-Karólínu fóru Repúblikanar að hóta því að hefja rannsókn á störfum Hunter Biden, sonar Joe Biden, fyrir úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings. Byrja aftur að tala um Úkraínu Repúblikanar hafa nú um nokkuð skeið varpað fram innihaldslausum árásum gegn Biden og sakað hann um að hafa beitt embætti sínu sem varaforseti Bandaríkjanna til að skýla syni sínum fyrir rannsókn yfirvalda í Úkraínu. Sjá einnig: Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Eins og frægt er, var Trump ákærður fyrir embættisbrot eftir að hann þrýsti á forseta Úkraínu að tilkynna að Biden væri til rannsóknar þar í landi vegna málsins. Málið teygir anga sína til 2015 þegar Biden, á vegum Barack Obama fyrrverandi forseta, krafði yfirvöld Úkraínu þess að ríkissaksóknaranum Viktor Shokin yrði vikið úr starfi. Innihaldslausar ásakanir Trump liðar hafa sakað Biden um að þvinga Shokin úr embætti með því markmiði að verja son sinn, Hunter Biden, sem þá var í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma Holdings. Nokkrum árum áður hafði verið opnuð rannsókn á mögulegu fjárþvætti eiganda fyrirtækisins. Það eru engar vísbendingar um að Joe Biden, né Hunter, hafi gert nokkuð saknæmt og ekki er víst hvort að Hunter hafi yfir höfuð verið til rannsóknar. Biden var að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, yfir margra mánaða skeið. Þá segja embættismenn í Úkraínu að rannsóknin gagnvart Burkima hafi verið stöðvuð af Shokin sjálfum, áður en Biden fór að kalla eftir brottrekstri hans. Þar að auki er ljóst að ríkisstjórnir Evrópuríkja og forsvarsmenn alþjóðlegra stofnana sem á þessum tíma studdu Úkraínu gegn Rússlandi, vildu Shokin einnig burt, þar sem hann þótti ekki rannsaka spillingu í Úkraínu nægjanlega vel og var hann jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Það sem meira er, Repúblikanar sjálfir studdu aðgerðir Biden á þeim tíma. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Sanders þarf að gera breytingar Bernie Sanders sigraði ekki í nokkrum ríkjum sem hann hafði bundið vonir sínar við. Þar er um að ræða ríki eins og Minnesota og Massachusetts. Það þykir nokkuð merkilegt að hann tapaði í Minnesota og í Oklahoma en hann bar sigur úr býtum í báðum þeim ríkjum þegar hann bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016. Nú er hann í svipaðri stöðu og þá. Utangarðsmaður með dygga stuðningsmenn og háir baráttu gegn öðrum sterkum frambjóðanda sem studdur er af forkólfum Demókrataflokksins. Þó staða Sanders sé enn sterk er útlit fyrir að hann þurfi að breyta framboði sínu á einhvern hátt til að ná til fleiri kjósenda. Sérstaklega með tilliti til þess að aukin þátttaka í forvalinu virðist ekki vera að skila atkvæðum til Sanders. Til marks um það má benda á Vermont, heimaríki Sanders. Þar var þátttaka hærri en árið 2016. Hins vegar fékk Sanders einungis 51 prósent atkvæða núna, samanborið við 86 prósent árið 2016. Næsta lota í forvalinu fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Þá verða atkvæði greidd í Idaho, Michigan, Mississippi, Missouri, Norður-Dakóta og Washington. Í heildina verða 516 fulltrúar í boði fyrir frambjóðendur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira