Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2020 21:25 Vigdís Sóley Vignisdóttir ráðgjafi umboðsmanns barna afhendir Katrínu Jakobsdóttur niðurstöður Barnaþings við Ráðherrabústaðinn í dag. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna." Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna."
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00