Borgin sendir ferðaþjónustunni fingurinn Egill Þór Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:00 Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Egill Þór Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun