Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 20:31 Það eru stór og umfangsmikil mál sem koma til kasta Alþingis vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Önnur umræða um fjáraukalög 2020 stendur yfir á Alþingi þessa stundina. Í því frumvarpi sem nú er til umræðu er ekki gert ráð fyrir hækkun útgjaldaheimilda vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um stuðning við fyrirtæki vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti og vegna framlengingar á hlutabótaúrræðinu svokallaða. Tekið verður tillit til þess kostnaðar í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem að öllum líkindum kemur til kasta þingsins í næstu viku, eftir að það frumvarp sem nú er til umfjöllunar hefur verið afgreitt. Stefnt er að því að það frumvarp gangi til þriðju umræðu á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. Það verður þriðja frumvarpið til fjáraukalaga 2020 sem lagt verður fram sem tengist viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. SÁÁ fái 30 milljónir Gert er ráð fyrir 13,2 milljarða króna útgjaldaaukningu í því frumvarpi til fjáraukalaga 2020 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Að teknu tilliti til breytingatillagna meirihluta fjárlaganefndar hækkar upphæðin í 13,7 milljarða en nefndin leggur til að 512 milljónum til viðbótar verði varið í þágu ýmissa verkefna. Þær fela í sér meðal annars að gert verði ráð fyrir 200 milljóna einskiptisframlagi í Rannsóknarsjóð til að efla fjármögnun til vísindafólks, 30 milljónum verði varið til starfsemi SÁÁ, 157 milljónum verði bætt við til að fullfjármagna hlutdeild ríkissjóðs vegna samninga sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og 100 milljónum verði bætt við til að tryggja að starfsemi verndaðra vinnustaða skerðist ekki sökum heimsfaraldursins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að útgjaldaheimild verði aukin um 512 milljónir til viðbótar við þá 13,2 milljarða sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um er að ræða nokkrar einskiptisaðgerðir.Vísir/Hafsteinn Þá verði 25 milljónum bætt við til að styrkja ýmis félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa, til að mynda hjálparstofnanir sem annast matarúthlutanir. Þá er gerð breytingatillaga sem er tæknilegs eðlis og varðar framlög til sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir útgjaldaheimild upp á 13,2 milljarða sem skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi vegna félagslegra aðgerða að upp á 8,4 milljarða, í öðru lagi vegna nýsköpunar og þróunar upp á 2,3 milljarða og í þriðja lagi vegna lokunarstyrkja sem áætlaðir eru 2,5 milljarðar. Allar tillögur stjórnarandstöðunnar felldar Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Frumvarpið er annar liður í aðgerðum stjórnvalda vegna þeirra efnahagslegu áfalla sem heimsfaraldur covid-19 hefur í för með sér, og varðar meðal annars þau mál sem tekin eru fyrir í því frumvarpi til fjáraukalaga sem nú er til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ekki þykir líklegt að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar vegna fjáraukalaga verði samþykktar heldur í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu síðar í kvöld. Stefnt er að því að bæði bandormurinn og fjáraukalögin gangi til þriðju umræðu á Alþingi strax eftir helgi. Nýtt frumvarp til fjáraukalaga komi síðan til kasta þingsins í framhaldinu þar sem tekið verður tillit til hlutabótaleiðar og greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti, alls upp á 63 milljarða. Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Önnur umræða um fjáraukalög 2020 stendur yfir á Alþingi þessa stundina. Í því frumvarpi sem nú er til umræðu er ekki gert ráð fyrir hækkun útgjaldaheimilda vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um stuðning við fyrirtæki vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti og vegna framlengingar á hlutabótaúrræðinu svokallaða. Tekið verður tillit til þess kostnaðar í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem að öllum líkindum kemur til kasta þingsins í næstu viku, eftir að það frumvarp sem nú er til umfjöllunar hefur verið afgreitt. Stefnt er að því að það frumvarp gangi til þriðju umræðu á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. Það verður þriðja frumvarpið til fjáraukalaga 2020 sem lagt verður fram sem tengist viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. SÁÁ fái 30 milljónir Gert er ráð fyrir 13,2 milljarða króna útgjaldaaukningu í því frumvarpi til fjáraukalaga 2020 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Að teknu tilliti til breytingatillagna meirihluta fjárlaganefndar hækkar upphæðin í 13,7 milljarða en nefndin leggur til að 512 milljónum til viðbótar verði varið í þágu ýmissa verkefna. Þær fela í sér meðal annars að gert verði ráð fyrir 200 milljóna einskiptisframlagi í Rannsóknarsjóð til að efla fjármögnun til vísindafólks, 30 milljónum verði varið til starfsemi SÁÁ, 157 milljónum verði bætt við til að fullfjármagna hlutdeild ríkissjóðs vegna samninga sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og 100 milljónum verði bætt við til að tryggja að starfsemi verndaðra vinnustaða skerðist ekki sökum heimsfaraldursins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að útgjaldaheimild verði aukin um 512 milljónir til viðbótar við þá 13,2 milljarða sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um er að ræða nokkrar einskiptisaðgerðir.Vísir/Hafsteinn Þá verði 25 milljónum bætt við til að styrkja ýmis félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa, til að mynda hjálparstofnanir sem annast matarúthlutanir. Þá er gerð breytingatillaga sem er tæknilegs eðlis og varðar framlög til sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir útgjaldaheimild upp á 13,2 milljarða sem skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi vegna félagslegra aðgerða að upp á 8,4 milljarða, í öðru lagi vegna nýsköpunar og þróunar upp á 2,3 milljarða og í þriðja lagi vegna lokunarstyrkja sem áætlaðir eru 2,5 milljarðar. Allar tillögur stjórnarandstöðunnar felldar Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Frumvarpið er annar liður í aðgerðum stjórnvalda vegna þeirra efnahagslegu áfalla sem heimsfaraldur covid-19 hefur í för með sér, og varðar meðal annars þau mál sem tekin eru fyrir í því frumvarpi til fjáraukalaga sem nú er til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ekki þykir líklegt að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar vegna fjáraukalaga verði samþykktar heldur í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu síðar í kvöld. Stefnt er að því að bæði bandormurinn og fjáraukalögin gangi til þriðju umræðu á Alþingi strax eftir helgi. Nýtt frumvarp til fjáraukalaga komi síðan til kasta þingsins í framhaldinu þar sem tekið verður tillit til hlutabótaleiðar og greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti, alls upp á 63 milljarða.
Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira