Innlent

Él eða slyddu­él sunnan- og vestan­til þegar líður á daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Má búast við frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn.
Má búast við frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. vísir/vilhelm

Landsmenn mega eiga von á fremur hægri vestlægri átt fram eftir degi á mest öllu landinu þar sem þurrt verður að mestu. Síðdegis er hins vegar spáð éli eða slydduéli sunnan- og vestantil síðdegis og suðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu. Má búast við frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn.

Á vef Veðurstofunnar segir svo að í nótt snúist svo í sunnanátt með rigningu, fyrst suðvestanlands, og megi búast við að það rigni eitthvað fram á nýársnótt um sunnanvert landið. Minniháttar úrkoma og ekki jafn lágskýjað norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunnan 10-18 m/s, en hægari vindur norðan- og vestanlands undir kvöld. Úrkomulítið um landið norðaustanvert, en rigning í öðrum landshlutum, talsverð sunnanlands. Hiti 2 til 7 stig.



Á miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.



Á fimmtudag: Gengur í allhvassa eða hvassa norðanátt með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.



Á föstudag: Minnkandi norðvestan- og vestanátt og léttskýjað, en dálítil él norðaustanlands. Kalt í veðri.



Á laugardag: Vaxandi sunnanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með rigningu, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 8 stig.



Á sunnudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Vestlægari síðdegis og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Kólnar lítillega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×