Jólakveðja Arnar Sveinn Geirsson skrifar 22. desember 2019 13:35 Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Jól Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun