Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 13:39 Volodýmýr Zelenskíj og Donald Trump þegar þeir hittust í kringum allherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. AP/Evan Vucci. Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45